Munið þorrablótið

lindaFréttir

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á þorrablótið sem verður þann 30. janúar á Borg.  Það er um að gera að rifja nú upp danssporin og létta sitt geð í svartasta skammdeginu.

Uppboð á óskilahrossum

lindaFréttir

Föstudaginn 16. janúar nk. mun Sýslumaðurinn á Selfossi bjóða upp óskilahross í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fer uppboðið fram á Bjarnastöðum kl. 10:00.

 

Þorrablótið 2009

lindaUncategorized

Þorrablótið verður haldið að Borg, föstudaginn 30 janúar n.k.  Húsið verður opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl 20:00. Veislustjóri er Örn Árnason og leikur hljómsveitin Bjórbandið fyrir dansi.

Baðstofukvöld SSK

lindaFréttir

Nú er ætlunin að halda áfram að hittast á baðstofukvöldum eins og gert var síðasta vetur þegar saumaðar voru myndir í tilefni afmælis SSK. Á formannafundinum í haust kom fram ósk um að kennt yrði eitthvert gamalt handverk sem fáir kunna og er kannski alveg að týnast í tímans rás.

Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Viljum minna á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gilda umsóknir til áramóta (skv 10. gr laga um húsaleigubætu.skv. 11.grein sömu laga skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn: