Rotþróarstyrkir

lindaFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veittir verði áfram styrkir vegna rotþróa á nýjum lögheimilum á lögbýlum í sveitarfélaginu til 1. júní 2010.  Jafnframt er samþykkt að hámarksstyrkur á hverja rotþró sé kr. 100.000. 

Tónleikar að Gömlu Borg

lindaUncategorized

Miðvikudagskvöldið 1. júlí verður  South River Band ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur með tónleika að Gömlu Borg sem hefjast kl. 21:00 stundvíslega.

South River Band á Gömlu Borg

lindaTilkynningar og auglýsingar

Miðvikudaginn 1. júlí verður South River Band á Gömlu Borg með tónleika.  Með þeim verður söngkonan hláturmilda, Guðrún Gunnarsdóttir.Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 stundvíslega. Aðgangseyrir 1.500.

Dansiball með Hjördísi Geirs og Örvari Kristjáns

lindaTilkynningar og auglýsingar

Það verður mikið um að vera helgina 27. og 28. júní að Borg í Grímsnesi.  Hollvinir Grímsness verða með veglega dagskrá báða dagana en hana má finna annars staðar hér á síðunni.  Laugardagskvöldið 27. júní verður síðan dansað að Gömlu Borg við dunandi undirspil og söng þeirra Örvars Kristjánssonar og Hjördísar Geirs.

Menningarveisla á Borg

lindaFréttir

Mikið verður um dýrðir á Borg helgina 28. og 29. júní.  Hollvinir Grímsness halda hátíð sína þar sem margt verður sér til gamans gert.   M.a. mun forseti Íslands heiðra hátíðna með nærveru sinni og vegleg dagskrá verður í minningu og til heiðurs Tómasi Guðmundssyni.

Sumarlokun skrifstofu og sumarfrí sveitarstjórnar 2009

lindaUncategorized

Skrifstofa Grímsne og Grafningshrepss verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna 27. júlí – 7. ágúst.  Sveitarstjórn verður í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst og því verður síðasti fundur fyrir sumarfrí 2. júlí og fyrsti fundur að því loknu 20. ágúst.

Menningarveisla Sólheima

lindaTilkynningar og auglýsingar

Menningarveisla Sólheima er nú haldin í fjórða sinn.  Í boði eru listasýningar, skoðunarferðir, guðsþjónustur, tónleikar og þemadagar verða í kaffihúsi staðarins, Grænu könnunni.  Ítarlega dagskrá má finna á www.solheimar.is og á facebook. 

Fimmtudagsgöngur á Þingvöllum

lindaUncategorized

Fimmtudagskvöldgöngurnar hófust 11.júní og verða þær með hefðbundnu sniði. Þær hefjast við fræðslumiðstöðina klukkan 20.00 og er farið um þingstaðinn forna undir leiðsögn fræðimanna sem fjalla um hugðarefni sín tengd staðnum. Gönguferðinar taka um 1-2 klst og er aðgangur ókeypis.

17. júní á Borg

lindaUncategorized

Að venju verður dagskrá á Borg í tilefni þjóðhátíðardagsins okkar.  Hún hefst með skrúðgöngu frá Versluninni Borg klukkan 13:00.

lindaUncategorized

Laus eru eftirfarandi störf leikskólakennara í Kátuborg á Borg í Grímsnesi frá 15. ágúst næstkomandi.  Um er að ræða eina 100% og aðra 50 % stöðu.

Grímsævintýri

lindaUncategorized

Laugardaginn 8. ágúst nk. verður markaðsdagur á Borg í Grímsnesi.

Þar verður í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi eins og undanfarin ár.

Fundur nr 242.04.06.2009

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð. 242. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 4. júní 2009 kl. 9.00 fh. Fundinn sátu. Ingvar Ingvarsson Sigurður K. Jónsson Ólafur Ingi Kjartansson Gunnar Þorgeirsson Hildur Magnúsdóttir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu 1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. maí 2009 liggur frammi á fundinum. 2. ... Read More

Fundarboð

lindaUncategorized

242. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 4. júní 2009 kl. 9.00 fh.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

lindaUncategorized

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Grímsnes og Grafningshrepp, Fimmtudaginn 11. júní n.k. í stjórnsýsluhúsinu Borg, milli klukkan 13 og 15.

Auglýsing um skipulagsmál

lindaUncategorized

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL  Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi