Upplýsingar um breytta sorphirðu

lindaFréttir

Mikil breyting varð á sorphirðu í sveitarfélaginu 1. október.  Meðal annars kemur blátunnan svokallaða til sögunnar.  Ávinningur af henni er umtalsverður og flokkun sorps er mikið framfaraspor.

lindaUncategorized

Undir flipanum skólastarfið hér að ofan má finna ýmis göng sem tengjast skólanum.  Þar er t.d. viðbragðsáætlun skólans vegna inflúensu, ný foreldrahandbók og fleira gagnlegt.  Við bendum líka á ljóð frá liðnum vetri þar sem nemendur sömdu ljóð um fugla.

lindaUncategorized

VIð fengum góða gesti í heimsókn á dögunum.

1. og 2. bekkur grunnskólans komu í heimsókn á dögunum. Það var ánægjuleg heimsókn og við þökkum kærlega fyrir komuna!

lindaUncategorized

Hitað leikdeig
2 bollar hveiti
1 bolli salt
2 bollar vatn
2 msk. matarolía
4 msk. cream of tartar
matarlitur
Blanda öllu saman og láta suðuna koma upp.
Hnoðað  og hugarflugið látið ráða!

Sviðaveislan góða í Miðengi

lindaFréttir

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni verður einnig boðið upp á  saltkjöt.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi.

lindaUncategorized

Foreldrafundur Kátuborgar var haldinn 15. október 2009 kl. 20:00

í Leikskólanum Kátuborg

lindaUncategorized

Hann var að leika sér með Lego Dublo kubba og hann vildi leika með það sem aðrir voru búnir að byggja, en ekki byggja sjálfur.

Kvennablak á fimmtudögum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Jæja stelpur á öllum aldri

Nú er tækifærið til þess að skemmta sér við spriklið!

Þú getur nefnilega komið í kvennablak í Íþróttamiðstöðinni Borg á fimmtudögum kl. 17:00 en þá hefst upphitun. Við erum síðan að til 18:30

Styrkur fyrir framhaldsskólanema

lindaUncategorized

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes- og Grafningshreppur veita framhaldsskólanemun 16-20 ára þ.e. fyrir 8 fyrstu annir eftir grunnskóla styrk að upphæð kr. 30.000.

 

Sviðaveislan nálgast

lindaFréttir

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni ætlum við að bjóða uppá saltkjöt líka.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi.

Frá haustfundi Kvenfélags Grímsnesinga

lindaFréttir

Kvenfélagið í Grímsnesi hélt haustfund sinn á dögunum þar sem farið var yfir starfsemi ársins, það sem er að baki og eins það sem framundan er. Stærsta viðfangsefni Kvenfélagsins ár hvert eru Grímsævintýrin en þau eru haldin árlega helgina eftir verslunarmannahelgina.

Vefur Kátuborgar að eflast

lindaUncategorized

Nú á haustmánuðum er vefur Kátuborgar að braggast mikið og unnið er að uppbyggingu hans.  Ýmsar upplýsingar eru nú komnar inn á vefinn og innan tíðar mun nýtt efni bætast við með reglubundnum hætti.  Er það von okkar að foreldrar og aðrir sveitungar líti við inn á www.gogg.is/kataborg og kynni sér starfið í leikskólanum.

Fundarboð.

lindaUncategorized

248. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 8. október 2009 kl. 9.00 fh.

lindaUncategorized

Fréttabréf leikskólans er nú komið á vefinn og má finna undir Fréttabréf sem og eldri tölublöð.

Gullkorn úr leikskólanum

lindaFréttir

Það var verið að klæða sig út í fataklefanum.

Sumir eru duglegir einn daginn og klæða sig hjálparlaust í allan gallann en svo koma dagar sem dugnaðurinn og atorkan beinast ekki að útifatnaðinum. Einn þannig dag biður einn ungur maður um aðstoð, (vanur að gera yfirleitt allt sjálfur). Hann er hvattur áfram en ekkert gengur, Þá er hann spurður af kennaranum sem er að stússast með honum þarna í fataklefanum: Af hverju geturðu þetta ekki?

 

Frá Leikskólanum

lindaTilkynningar og auglýsingar

·Foreldrafundur leikskólans verður haldinn þann 15. október kl. 20:00

·Á foreldrafundinum er kjörinn vettvangur til að kjósa í foreldraráð og forelrdrafélag.

lindaUncategorized

Foreldrafundurinn Leikskólans Kátuborgar verður 15. október kl. 20:00

·Á foreldrafundinum er kjörinn vettvangur til að kjósa í foreldraráð og foreldrafélag.  Vonandi geta sem allra flestir mætt!

lindaUncategorized

Þá erum við lögð af stað eina ferðina enn. Með í farteskinu eru minningar frá dásamlegu sumri, þakklæti og bjartsýni. Við hlökkum til að taka á móti haustinu og vetrinum, full af orku og gleði. Með í för eru nýir starfsmenn sem við bjóðum hjartanlega velkomna.

lindaUncategorized

 

Spekingur: Stundum, þegar ég er dáinn þá get ég ekkert gert.

Linda: Þegar maður er dáinn þá getur maður ekki lifnað við.

Spekingur: Jú víst. Ég hoppa bara niður!

Breytt tilhögun í sorphirðu

lindaUncategorized

Undirbúningur undir breytta tilhögun í sorphirðu hjá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi er á lokasprettinum. Þann fyrsta október verður búið að tunnuvæða öll heimili í með Grátunnu og Blátunnu.

lindaUncategorized

Námskrá Kátuborgar er í endurskoðun, enda að mörgu að hyggja. Námskráin hefur verið hingað til felld inn í foreldrahandbók skólans. Nú stendur til að hafa hana sér og handbókina sér.