Jólabingó

lindaUncategorized

Nú er stóra stundin að renna upp, því jólabingó Kvenfélagsins verður haldið sunnudaginn 29. nóvember í Félagsheimilinu Borg,  klukkan 15:00. 

Nú sem fyrr verða glæsilegir vinningar

1. spjald kr. 500

2. spjöld kr. 700

4. spjöld kr. 1200

Kaffiveitingar í hléi

Mætið með góða skapið, klink og seðla

Stjórnin

lindaUncategorized

Kveikt verður á jólatrénu á Borg þriðjudaginn 1. desember kl. 9:40. Jólatréð er staðsett  á torginu á milli Íþróttamiðstöðvarinnar, Grunnskólans Ljósuborgar og Félagsheimilisins.
Nemendur og starfsmenn leik- og grunnskólans verða viðstödd og sungin verða nokkur jólalög.
Foreldrar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta.

lindaUncategorized

Nú styttist óðum í blessuð jólin og aðventan hefst á sunnudaginn kemur.  Við í leikskólanum Kátuborg erum farin að huga að jólunum og nú liggur
desember-dagatalið fyrir (hlekkur). 

Fundur nr. 250.19.11.2009

lindaUncategorized

250. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

lindaUncategorized

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Grímsnes og Grafningshrepp, þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stjórnsýsluhúsinu Borg, milli klukkan 13 og 15.  Nýtið tækifærið að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480 8210.

Allir velkomnir!

Fundarboð.

lindaUncategorized

250. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Kvenfélagskonur athugið

lindaUncategorized

Næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, klukkan 18:00 ætla kvenfélagskonur að hittast í Grunnskólanum Ljósuborg og föndra saman.

lindaUncategorized

Í byrjun október prófaði Linda Sverrisdóttir  samskiptaverkefni, sem við á Kátuborg kölluðum SÓLARGEISLARNIR Í KÁTUBORG, og var það mjög skemmtilegt og gefandi.

Sviðaveislan

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni ætlum við að bjóða uppá saltkjöt líka.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi. Veislan verður í skemmunni í Miðengi. Föstudagskvöldið 6. nóv kl 20.00 Boðið verður upp á svið, saltkjöt og skyr með rjóma. Ræðumaður…í vinnslu Maggi Kjartans sér um að halda uppi stuðinu. En ekki hvað...?Byrjum á ... Read More

lindaUncategorized

Góðir hálsar, magar og tær – matseðill nóvembermánaðar er kominn inn á síðuna og hann má finna undir flipanum Matur hér að ofan.  Verði ykkur að góðu!

Rúlluplast og losun Blátunnu

lindaUncategorized

Rúlluplast

Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja miðvikudaginn 18. nóvember vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 486-4400 í síðasta lagi mánudaginn 16. nóvember 2009.

Breyting á losun á Blátunnu

Blátunnan verður losuð frá 16.-20. nóvember. Það þarf að hafa tunnurnar aðgengilegar fyrir losun.

lindaUncategorized

Í Kátuborg er margt hæfileikafólk og það er því ekki amalegur afraksturinn í Listakróknum góða.

Fundarboð

lindaUncategorized

249. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 5. nóvember 2009 kl. 9.00 fh.

Menningarkvöld á Gömlu-Borg

lindaFréttir

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi verður efnt til menningarkvölds á Gömlu-Borg í Grímsnesi föstudaginn 6. nóvember kl. 20: 30.  Menningarþríeykið:   Margrét, Ann-Helen og Skúli verða hvert með sitt innlegg.   Rammíslenskar veitingar á boðstólum:  kaffi, meðlæti og barinn opinn.