Næsti fundur sveitarstjórnar

lindaUncategorized

Næsti fundur sveitarstjórnar Grímsnes og Grafningshrepps verður þann 21. janúar kl. 9:00 samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.  Þar með fellur fundurinn 7. janúar niður. 

Áramótabrenna á Borg

lindaTilkynningar og auglýsingar

Áramótabrenna verður við tjaldsvæðið á Borg á morgun Gamlársdag klukkan 20:30.  Í kjölfarið verður flugeldasýning.  Allir velkomnir til að fagna nýju ári saman!

Opnunartími yfir hátíðarnar hjá skrifstofu hreppsins

lindaUncategorized

Skrifstofa Grímsnes og Grafningshrepps verður lokuð á Þorláksmessu og aðfangadag.

Mánudaginn 28. desember verður opið frá 9:00 til 15 :00, 29. og 30. desember verður opið frá 9:00 til 14 :00.

Lokað verður á gamlársdag en við opnum aftur mánudaginn 4. janúar.

Starfsfólk skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps sendir viðskiptavinum sínum bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir liðið ár.

Spilakvöld

lindaTilkynningar og auglýsingar

Spilakvöld

Spilakvöld fyrir alla fjölskylduna verður í Félagsheimilinu Borg þriðjudagskvöldið 29. desember kl. 20:00.

Krakkar verið nú dugleg að mæta og draga mömmu og pabba og ömmu og afa í spilamennskuna.

Mætum vel.

Stjórn Kvenfélagsins

Fundarboð

lindaUncategorized

252. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 17. desember 2009 kl. 15.00 eh.

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.

Íbúar Sólheima í Kringlunni

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á Sólheimum er mikið og gott starf unnið. Þar má meðal annars finna leirgerð, listasmiðju, kertagerð, trésmíðaverkstæði og jurtastofu svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma “Næranda” bakaríi og matvinnslu sem var sett á laggirnar síðastliðið vor.

Aðventudagar á Sólheimum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma sem sjá má í viðhenginu auk dagskrár aðventudaganna. Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum!

Jólakort

lindaUncategorized

 

Jólakort SSK eru til sölu í versluninni Borg.

Þau eru til styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.

Kvenfélag Grímsneshrepps

Trölli stal jólunum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Leiklistarval Grunnskólans Ljósuborgar og aðrir nemendur í 7. og 8. bekk sýna leikritið Trölli stal jólunum í lítilli leikgerð sem þau bjuggu sjálf til þann 15. desember klukkan 18:00.  Veitingar verða seldar og ætlunin er að búa til notalega jólastemmningu.

Jólafundur

lindaTilkynningar og auglýsingar

Sameiginlegur jólafundur Kvenfélaganna í Grímsnesi og Laugardal verður haldinn í Sesseljuhúsi á Sólheimum þriðjudaginn 8. desember kl 20:00.

Danssýning á Laugarvatni

lindaFréttir

Sem kunnugt er var haldin fjölmenn danssýning á Laugarvatni með íþróttakennaranemum og grunnskólunum í Grímsnesi og í Bláskógarbyggð.  Aldrei fyrr hefur háskóli og grunnskóli verið með sameiginlega danssýningu. 

Kveikt á jólatrénu

lindaFréttir

Það var myndarlegur hópur nemenda frá Leikskólanum Kátuborg og Grunnskólanum Ljósuborg sem komu saman í dag ásamt starfsfólki og voru við þegar kveikt var á jólatrénu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Borg.

lindaUncategorized

Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður lögðu leikskólabörnin land undir fót og fóru niður að Félagsheimillinu til þess að vera viðstödd þegar kveikt yrði á jólatré hreppsins.