201. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

201. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 3. maí  2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin var færð í tölvu

 

Oddviti leitaði afbrigða

a)      Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Golfskálann í Öndverðarnesi.

b)      Kynnig á drögum á samningi um gerð aðalskipulags.

c)      Ályktun um vandamál vegna síendurtekna rafmagnstruflana.

d)      Áhaldahús sveitarfélagsins.

e)      Grímsævintýri.

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. apríl  2007 liggur frammi á fundinum.

Varðandi lið 4 um tillögu um breytingu á aðalskipulagi á Stóru-Borg samþykkir sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga.

 

2.      Fundargerðir.

a)              4. fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 24.04.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

b)              36. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 25.04.07.

Sveitarstjórn gerir athugasemd við lið nr. 18 um að götunöfn vanti, skilgreina þurfi flóðahættu vegna leysingavatns á svæðinu og staðsetningu sorpgáms..

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti en varðar lið 18.

c)              Fundargerð skólalóðanefndar, dags. 26.04.2007

Fundargerð lögð fram.

 

3.  Aðalskipulagsbreytingar.

      a) Miðengi

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Miðengis.  Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að um 18,5 ha svæði í landi Miðengis á horni Miðengisvegar og Biskupstungnavegar verði að svæði fyrir frístundabyggð í stað þess að vara landbúnaðarsvæði. Svæðið er innan svæðis á náttúruminjaskrá. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. apríl 2007.  Sveitarstjórn telur að þetta frístundahúsasvæði sé sambærilegt og önnur svæði sem þegar hafa verið skipulögð á þessu svæði.   Sveitarstjórn heimilar auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu. skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga.

 

           

      b) Klausturhólar

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Klausturhóla. Í tillögunni felst að um 6 ha svæði sem afmarkast af Biskupstungnabraut að sunnanverðu, Búrfellsvegi að vestanverðu, núverandi frístundabyggð að norðanverðu og landamerkjum við Hallkelshóla að austanverðu, breytist í landbúnaðarsvæði í stað svæðis fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að í stað 6 frístundahúsalóða á þessu svæði verði gert ráð fyrir tveimur nýjum lögbýlum. Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars 2007 með athugasemdafrest til 12. apríl 2007. Fimm athugasemdabréf bárust, frá lóðarhöfum tveggja lóða og frá þremur félögum sumarhúsaeigenda.  Fulltrúar C-listans taka undir með þeim athugasemdum sem hafa borist um stofnun lögbýlis inn í miðju sumarbústaðahverfi og geta ekki fallist á staðfestingu aðskipulagsbreytingarinnar.  Samþykkt að hafna aðalskipulagsbreytingunni með þremur atkvæðum á móti einu og einn situr hjá.

 

      c) Efri-Brú

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Efri-Brúar 2. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að 8 ha svæði fyrir frístundabyggð austan við Þingvallaveg breytist í íbúðarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir frístundabyggð á þessu svæði og er gert ráð fyrir að því verði breytt samhliða. Ekki er þó gert ráð fyrir að núverandi lóðir breytist.  Meiri hluti sveitarstjórnar samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi. skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga.   Fulltrúar C-listans lýsa því yfir að þeir telji eðlilegt að þetta yrði skoðað í samhengi við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfeálgsins og ákvörðun frestað og sitja því hjá við atkvæðagreiðsluna

 

4.   Kennslu- og viðbótarkennslukvóti og ráðnings starfsmanna  fyrir Grunnskólann Ljósaborg  skólaárið 2007-2008.

Tekin var fyrir skýrsla skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 24.04.2007, sem óskað var eftir á síðasta sveitarstjórnarfundi.   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi  tillögu skólastjóra um kennslukvóta og viðbótarkennslukvóta vegna sérkennslunemanda.  Þá heimilar sveitarstjórn skólastjóra að ráða sérstaklega skólaliða í starf í bókasafn og stuðningsfulltrúa.  Sveitarstjórn heimilar skólastjóra að ganga frá ráðningarsamningum við kennara og annað starfsfólk á grundvelli þessa.  Gera þarf ráð fyrir þessu í endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

 

5.    Lækkun fæðiskostnaðar í grunn- og leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að lækka fæði í grunn- og leikskóla um 5,3% frá og með 1. mars 2007 í samræmi við lækkun virðisaukaskatts.

 

6.    Heimild til að ganga til samnings um garða- og sláttuþjónustu sumarið 2007.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga um garða- og sláttuþjónustu fyrir sveitarfélagið á grunni eldri samnings sem var í gildi fyrir árið 2006.

 

7.    Kjörskrá vegna alþingskosninga 12. maí nk. lögð fram.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við kjörskránna og felur sveitarstjóra að árita hana um samþykki sveitarstjórnar.

 

8.    Beiðni um sérstaka kjördeild á Sólheimum.

Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðni um sérstaka kjördeild á Sólheimum vegna alþingiskosninga 12. maí nk.  Bent er á í því sambandi að kjörstjórn telur að beiðni um sér kjördeild þýði 3 kjörstjórnir, ekki sé hægt að hafa eingöngu opna kjördeild í 2-3 tíma og fyrirvari á beiðninni sé einnig alltof skammur.   Sveitarstjórn  samþykkir hins vegar að veita hinum fötluðu íbúum Sólheima akstursþjónustu á kjörstað eða á utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá Sýslumanninum á Selfossi.  Sveitarstjóra falið að útfæra akstursþjónustu í samráði við framkvæmdastjóra Sólheima.

 

9.    Ákvörðun um kjörstað vegna vegna alþingskosninga 12. maí nk.

Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna alþingiskosninga þann 12. maí nk. verði í félagsheimilinu Borg.  Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

 

10.  Ósk frá Skipulagsstofnun um umsögn sveitarstjórnar um lagningu jarðstrengs vegna Nesjavallalínu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leggja jarðstreng vegna Nesjavallalínu í jörð og telur fyrir sitt leyti ekki þörf á að ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

11.  Umsögn um frumvörp til skipulagslaga og laga um mannvirki.

Sveitarstjórn vísar erindinu til embættis Byggingar- og skipulagsfulltrúa.

 

12.  Sundlaug-gjaldskrá/opnunartími.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur forsvarsmanns íþróttamannvirkja  um voropnunartíma sundlaugar og gjaldskrá fyrir sundlaugina og felur sveitarstjóra í samráði við forsvarsmanninn að ákveða um frekari breytingar á opnunartíma og gjaldskrár og um auglýsingar.

 

13  Næsti fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði  miðvikudaginn 16. maí nk. kl 9.00 fh.

 

14.  Heimild til að ganga til samninga um hita- og kaldavatnsveitur  við Sjómannadagsráð.

Kynnt eru drög að yfirtökusamningi á hita- og kaldaveitusamningi.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga  við Sjómannadagsráð um yfirtöku á hlut Sjómannadagsráðs í hita- og kaldavatnsveitu að Hraunborgum á grundvelli fyrirliggjandi draga. 

  

15. Önnur mál

a)      Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Golfskálann í Öndverðarnesi

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

 

b)      Kynning á drögum á samningi um gerð aðalskipulags

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi draga og senda til Skipalagsstofnunar vegna mótframlags.

 

c)      Ályktun um vandamál vegna síendurtekna rafmagnstruflana.

Sveitarstjórn lýsir verulegum áhyggjum af afhendingu á rafmagni í sveitarfélaginu en bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir stórstjóni vegna síendurtekna rafmagnstruflana.  Sveitarstjóra falið að leita skýringa á þessu hjá orkusölu- og dreifingaraðilum.

 

d)      Áhaldahús sveitarfélagsins.

Gunnar Þorgeirsson óskar eftir því að lagðar verði fram upplýsingar um stöðu leigutaka í áhaldahúsinu og leigutekjur frá uppsögn leigusamnings á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

e)      Grímsævintýri.

Sveitarstjórn ræðir málefni Grímsævintýris.

 

16. Til kynningar.

a)   Samningur um refa- og minkaveiði liggur frammi á fundinum

b)   Samningur um sorphirðu í Grímsnes- og Grafningshreppi liggur frammi á fundinum

c)   Verksamningur vegna kaldavatnslagnar liggur frammi á fundinum.

d)   Svar Óskars Sigurðssonar hrl v/sumarbústaðar að Réttarhálsi 7, liggur frammi á fundinum.

e)   Bréf búfjáreftirlitsmanns dags. 17.04.2007, liggur frammi á fundinum

f)    Tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga um niðurfellingu lántökugjalda.

g)   Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð 98. stjórnarfundar.

h)   SASS.  Fundargerð 402. stjórnarfundar.

i)    Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 94. stjórnarfundar.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:30