Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörstaður í Grímsnes- og Grafningshreppi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa þeim ef óskað er.
Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörskrá fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í stjórnsýsluhúsinu á Borg, sbr. lög nr. 4/2010, lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Námskeið í markaðssetningu á netinu

lindaTilkynningar og auglýsingar

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og mbl.is mun bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út. Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing

Fundur nr. 255.18.02.2010

lindaUncategorized

255. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 18. febrúar 2010 kl. 9.00 fh.

Hraustar konur – kynningarfundur

lindaUncategorized

Næstkomandi fimmtudag þann 18. febrúar kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur í íþróttahúsinu á Borg. Allar konur (16 ára og eldri) eru hvattar til að mæta og kynna sér 12 vikna heilsueflingarnámskeið fyrir konur.

Fundarboð

lindaUncategorized

Fundarboð á 255. fund hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem  verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 18. febrúar 2010 kl. 9.00 fh.

lindaUncategorized

Á sjötta þúsund starfsmenn starfa við kennslu og uppeldi barna á 1. skólastiginu í um 270 leikskólum sem fjölgar stöðugt Meiri hluti nemenda í leikskóla dvelja 8 tíma á dag í skólanum . Leikskólar bjóða upp á heildstæða og góða þjónustu þar sem barnið er í fyrirrúmi

Úr ávarpi menntamálaráðherra 2008

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur 5. febrúar

lindaFréttir

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og halda því í ár upp á 60 ára afmæli sitt jafnframt.  Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað árið 2008 og haldið hefur verið upp á daginn síðan og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.

lindaUncategorized

Ágætu lesendur Kátuborgarvefjarins.  Nú er myndasíða skólans óðum að taka á sig skýrari mynd en þar má nú finna svolítið safn mynda frá því fyrir jólin.  Nú á næstu vikum munu síðan fleiri myndir bætast við.  Það sannast enn að sjón er sögu ríkari!

lindaUncategorized

 Á morgun, 2. febrúar fara börnin í Kátuborg í fylgd kennara á Laugarvatn á Pétur og úlfinn.   Farið verður með Pálmari á skólarútunni kl. 9:30 Sýningin byrjar kl. 10:00 og er í c.a. 1 klukkustund.Þau verða komin heim vel fyrir hádegi. Sýningin er í boði skólans og er liður í tónlistarkennslu hans. Munum stólana! Pétur og úlfurinn Sergei Prokofiev