lindaUncategorized

Boggan fréttabréf leikskólans er komið á vefinn.  Eldri fréttabréf má finna hér að ofan undir flipanum Fréttabréf.

Opnunartími gámasvæða

lindaUncategorized

Vinsamlegast athuið að gámasvæðin eru lokuð 1. maí, hvítasunnudag  og 17. júní. Allar upplýsingar um sorphirðu í sveitarfélaginu má finna hér til hægri á síðunni.

C listinn með fund í kvöld

lindaUncategorized

Fimmtudagskvöldið 22 apríl, n.k (sumardaginn fyrsta) verður C- Listinn með fund í Félagsheimilinu Borg, aliir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn. Farið verður yfir röðun á lista og brýnustu málefnin rædd.

Fréttatilkynning frá fundi Almannavarna

lindaFréttir

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar kl. 11:00 í morgun. Á fundinn mætti Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og var farið yfir stöðuna vegna goss í Eyjafjallajökli og hugsanlegar afleiðingar af því í Árnessýslu.

Fundarboð

lindaUncategorized

258. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 15. apríl 2010 kl. 9.00 fh.

Fréttir af aðalfundi Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaUncategorized

Á fundinum var kosinn nýr gjaldkeri og er það Guðrún Gunnarsdóttir. Einnig var kosið í nefndir. Endirskoðendur: Þórunn Oddsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og til vara Svanhildur Bergsdóttir Varastjórn:Anna Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Bergmann og Þórunn Oddsdóttir Sumarhúsanefnd: Sigríður Gunnarsdóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Björnsdóttir, Guðrún Bergmann, Þuríður Jóhannsdóttir (Þyrí) Skemmtinefnd: Friðsemd Erla Þórðardóttirk, Erla Thomsen og Guðrún Þórðardóttir Fulltrúa í Húsnefnd Félagsheimilisins: ... Read More

Verslunin Minni Borg

lindaUncategorized

Búið er að opna verslunina Minni Borg aftur en hún hefur verið lokuð frá áramótum.  Sömu rekstraraðilar eru að versluninni og að Vesturbúð á Eyrarbakka en það eru þeir Agnar Bent og Finnur Kristjánsson.  Verslunin verður opin á morgun föstudaginn langa og páskadag frá 11:– 17:00 og laugardag og annan í páskum frá 10:00 – 20:00. 

Hipp hipp og húrra fyrir því!