Kosningaúrslit

lindaFréttir

301 var á kjórskrá í Grímsnes og Grafningshreppi og kusu 272.  C listi hlaut 151 atkvæði en K listi hlaut 117 atkvæði.  Ný sveitarstjórn tekur því til starfa í Grímsnes og Grafningshreppi.  Hana skipa Hörður Óli Guðmundsson, Haga, Ingibjörg Harðardóttir Björk II og Gunnar Þorgeirsson Ártanga fyrir C lista og fyrir K lista sitja í sveitarstjórn;  Ingvar Grétar Ingvarsson, kennari, Háagerði og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri, Fögrubrekku, Sólheimum.

 

Auglýsing um kjörfund

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörfundur hefst kl. 1000 og lýkur kl. 2000

Kjörstaður verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg, í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð (lyfta/hjólastóll er til staðar).  Kjósendur skulu hafa með sér persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er.   Talning atkvæða fer fram í Félagsheimilinu á Borg að loknum kjörfundi.   Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. maí 2010

Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir, Eyvík, 801 Selfoss
Árni Þorvaldsson, Bíldsfell 1, 801 Selfoss
Þórunn Drífa Oddsdóttir, Steingrímsstöð, 801 Selfoss

Kjörskrá

lindaUncategorized

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010

Kjörskrá fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, í stjórnsýsluhúsinu á Borg, almenningi til sýnis frá og með 19. maí 2010. Kjörskráin mun liggja frammi á almennum opnunartíma skrifstofunnar til kjördags.

Skrifstofa sveitarfélagsins er opin sem hér segir: mánudaga kl. 9-15, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 9-14, lokað er á föstudögum.

Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps.

Auglýsing um skipulagsmál

lindaUncategorized

Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýlsu og Flóahreppi ,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.

lindaUncategorized

Kæru foreldrar, leikskólinn verður lokaður 12. maí vegna starfsdags.

Leikskólastjóri

Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur í sveitarfélaginu þurfa að skila inn staðfestu skattframtali og þremur launaseðlum fyrir 15. maí n.k. svo húsaleigubætur falli ekki niður.

Fh. Grímsnes og Grafningshrepps

Kristín Karlsdóttir

Rúlluplast

lindaUncategorized

Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja þriðjudaginn 18. maí. Vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síðasta lagi fyrir hádegi 17. maí í síma 486-4400. Einnig hægt að hafa fasta mánuði hjá þeim bændum sem það vilja. Komudagar plastbílsins verða auglýstir á heimasíðunni og í Hvatarblaðinu.

Prjónakaffi á Gömlu Borg 4. maí

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á fyrsta þriðjudegi í mánuði hefur verið prjónakaffi á Gömlu Borg í vetur. Í þetta sinn fá þær Gömlu Borgar konur Margréti Valdimarsdóttur hjúkrunarfræðing og ljósmóður til að sýna gestum,  hvað hún er að gera.

lindaUncategorized

Skipulag næsta vetrar er nú óðum að taka á sig mynd og Ársáætlun skólans er komin inn á vefinn ásamt skóladagatalinu.  Þetta tvennt má finna undir flipanum Skólastarfið.