Umhverfisvika

lindaUncategorized

Frá 19. júlí til 23.júlí verður umhverfisvika í Grímsnes og Grafningshrepp. Þá daga verður hægt að henda rusli á gámastöðinni gjaldfrítt. Muna að flokka ! Allir út að tína rusl !

Gránunesganga Upplits

lindaUncategorized

Upplit kynnir þessa dagana fjölbreytta dagskrá sumarsins 2010.

Viðburðirnir taka á sig annað snið yfir sumarmánuðina og verða þeir margir hverjir undir beru lofti, enda tími útiveru og ferðalaga runninn upp

Tombólu – og markaðsnefnd 2010

lindaUncategorized

Framundan er mikið verkefni hjá Kvenfélagi Grímsness sem eru hin árlegu Grímsævintýri.  Hér á eftir má sjá hvaða konur eru í nefndum sem standa að ævintýrunum.  Vinsamlegast snúið ykkur til þeirra með erindi varðandi Grímsævintýrin góðu sem verða 7. ágúst þetta árið.

lindaUncategorized

Tilkynning til foreldra barna á leikskólaaldri sem eiga lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi.

lindaUncategorized

Við, kátu krakkarnir í leikskólanum Kátuborg höfum verið öflug í vetur að fara í gönguferðir og tína rusl á svæðinu umhverfis leikskólann

17. júní á Borg

lindaUncategorized

Skrúðganga frá Versluninni Borg kl. 1300

Hátíðarræðu flytur Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu

Ávarp fjallkonu

Grillaðar pylsur og gos

Pokahlaup, reiptog, hoppukastali o.fl.

17. júní ís á 50 kr. í Versluninni Borg

Vöfflur og kakó á Gömlu Borg

Skráning í Kvennahlaup og súpu

lindaUncategorized

Kvennahlaupið verður þann 19. júní í ár og hægt verður að hlaupa, ganga, rölta hér í Grímsnesinu, bæði í Hraunborgum og á Sólheimum. Kvenfélagskonur ætla að hittast á Sólheimum og eiga saman góða stund að hlaupinu loknu.

Kvenfélagskonur í Kvennahlaup

lindaUncategorized

Kvennahlaupið verður þann 19. júní í ár og hægt verður að hlaupa, ganga, rölta hér í Grímsnesinu, bæði í Hraunborgum og á Sólheimum.  Kvenfélagskonur ætla að hittast á Sólheimum og eiga saman góða stund að hlaupinu loknu.

Úrslit sveitarstjórnarkosninga

lindaFréttir

Á kjörskrá í sveitarfélaginu voru 301, 165 karlar og 136 konur. Kjósendur sem greiddu atkvæði alls voru 272, gildir atkvæðaseðlar voru 268, auðir 3 og ógildir 1. Kjörsókn var 90,4%

Fyrirlestur í Sesseljuhúsi

lindaUncategorized

Sesseljuhús – umhverfissetur mun standa fyrir röð fræðslufunda í allt sumar um efni sem tengjast umhverfismálum.
Fundirnir hefjast klukkan 13:00, þeir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin.

Íþrótta og leikjanámskeið í sumar

lindaUncategorized

Sólheimar ætla að bjóða upp á íþrótta- og leikjanámskeið í sumar, styrkt af Grímsnes- og Grafningshreppi. Námskeiðin eru án endurgjalds og opin öllum börnum frá 6 ára aldri á . Íþrótta- og leikjanámskeiðið stendur hálfan daginn, frá kl.13,00-16,00

Ferð í Kringlumýri

lindaTilkynningar og auglýsingar

N.k laugardagskvöld 5 júní er áætlað að bjóða sveitungum í rútuferð inní Kringlumýri að kíkja á þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á skálanum. Rútan leggur af stað frá Borg kl 20:00. gott væri ef þeir sem áhuga hafa á að koma með myndu tilkynna það í S 662-4422 eða á kerhestar@kerhestar.is