Vetraropnun í Íþróttamiðstöðinni

lindaFréttir

Vetraropnun Íþróttamiðstöðvarinnar hefur nú tekið gildi en hún er til 1. júní 2011.  Við bendum sérstaklega á að opið er alla virka daga frá  14:00 – 22:00.  Það er von sveitarfélagsins að þessi aukni opnunartími mælist vel fyrir og íbúar og gestir okkar nýti sér þjónustuna til hins ítrasta.

lindaUncategorized

Leikskólinn Kátaborg er kominn vel af stað og þar er líflegt starf.  Nemendur gætu orðið allt að 20 nú í vetur sem er bara frábært!

Reglur um vegbætur í frístundabyggð

lindaUncategorized

1.gr.Sveitarstjórn ákveður árlega upphæð við gerð fjárhagsáætlunar til vegbóta í frístundabyggðum sveitarfélagsins.2. gr.Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda sækja um styrk til sveitarstjórnar fyrir 1. september ár hvert. Meðfylgjandi skal vera sundurliðuð kostnaðaráætlun.3. gr.Aðeins er veittur styrkur til viðhalds vega. Styrkur getur mestur orðið kr. 300.000 til einstakrar framkvæmdar.4. gr.Sveitarstjórn metur styrkbeiðnir og úthlutar styrkjum eftir þeim umsóknum sem fyrir liggja.5. gr.Reglur ... Read More

Kvennablak í Íþróttahúsinu

lindaUncategorized

Nú er að fara  í gang fjórða starfsár kvennablakshópsins á Borg. Allar konur nær og fjær eru velkomnar, sér til heilsbótar og upplyftingar!   ATH. æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum.

Hátíð á Sólheimum

lindaUncategorized

Næsta laugardag 14 ágúst verður mikil hátíð á Sólheimum en þá er lokadagur á menningarhátíð Sólheima sem hefur verið í allt sumar. Á laugardaginn kl 14:00 mæta Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson og verða með árlega gleði tónleika í Sólheimakirkju en tilhlökkun er mikil hjá Íbúum Sólheima fyrir heimsókn þessara miklu höfðingja.

Frá Uppliti

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þrír viðburðir verða á dagskrá í ágúst á vegum Upplits; Grasaferð, Gullkistan og Stóru-Laxárglúfur koma þar öll við sögu.

Ævintýrin gerast enn

lindaFréttir

Það verður mikið um dýrðir í Grímsnesinu um helgina en á morgun laugardag eru hin árlegu Grímsævintýri, með sinni víðfrægu tombólu, markaði, Leikhópnum Lottu, Ingó og ekki má heldur gleyma því að allir 16 ára og yngri frá frítt í sund!

ÚTBOÐ HITAVEITA VAÐNES – BORG 3. ÁFANGI

lindaUncategorized

Verkís hf., fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps, óskar eftir tilboðum í lagningu stofnlagna frá Hraunborgum að Borg í Grímsnesi. Leggja skal 4.638 m stofnlagnir hita- og vatnsveitu ásamt ljósleiðara og ganga frá yfirborði.

Hvolpur í óskilum

lindaTilkynningar og auglýsingar

 

3 – 5 mánaða hvolpur fannst við Farbraut í Norðurkotslandi miðvikudaginn 4. ágúst. Þetta er Border Collie blendingur, svartur að lit með hvíta fætur, bringu og kvið. Hvolpurinn er með bleika ómerkta ól og er ekki örmerktur.

Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 848 – 1948