Hjálparsveitin TINTRON – Flugeldasala

lindaFréttir

Flugeldasalan er byrjuð!  Sjáumst í flugeldaskúrnum að Austurvegi 21, Selfossi  Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar. Fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn með þessa vöru. Börn skulu ávallt vera undir eftirliti fullorðinna í návist flugelda. Allir eiga að hafa öryggisgleraugu, einnig þeir sem horfa á. 

Félagsvist – Áramótaspilakvöld!

lindaFréttir

Fimmtudaginn 29. desember 2011, kl. 20:00 verður spiluð félagsvist í Félagsheimilinu Borg. Aldurstakmark ekkert, enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Kaffi á könnunni í boði kvenfélagsins.   Bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. Kvenfélagið.             

Skötuveisla !

lindaFréttir

Kæru sveitungar ! Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00 Skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Kr. 1500,- á mann kr. 500 fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 5 ára Vekið (drepið) bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna.

Íþróttamiðstöðin Borg – Opnunartími um jól og áramót.

lindaFréttir

Á ÞORLÁKSMESSU,  AÐFANGADAG,  JÓLADAG,  ANNAN Í JÓLUM, GAMLÁRSDAG og NÝÁRSDAG er LOKAР í Íþróttamiðstöðinni á Borg. Aðra daga um hátíðarnar er opið eins og vetraropnunartími segir til um. Mánudaga og fimmtudaga  kl. 14.00 – 22.00.  Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga  kl. 14.00 – 19.00  Laugardaga og sunnudaga kl. 11.00-18.00 Hætt er að hleypa ofan í laugina 20 mín. fyrir lokun. Sími 486-4402  

Aðalfundur U.M.F Hvatar

lindaFréttir

Kæru félagsmenn og sveitungar. Miðvikudaginn 14. des verður haldinn aðalfundur félagsins í Félagsheimilinu Borg. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundastörf. Með von um að sjá sem flesta. Kv. Stjórnin

Íbúaþing.

lindaFréttir

Þriðjudaginn 15. nóvember 2011 voru haldin tvö þing í Félagsheimilinu Borg um skólastefnu sveitarfélagsins á vegum fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps. Annars vegar var það nemendaþing með öllum nemendum skólans og hins vegar íbúaþing þar sem allir íbúar sveitarfélagsins fengu boð um þátttöku. Bæði þessi þing þóttu takast mjög vel, góðar og málefnalegar umræður sköpuðust og margar hugmyndir voru lagðar fram. … Read More

Rúlluplast

lindaFréttir

Rúlluplast verður næst tekið FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 2011 og svo annan hvern mánuð í febrúar 2012, apríl 2012 og júní 2012.

Spilakvöld

lindaFréttir, Liðnir viðburðir

Spilakvöld fyrir alla fjölskylduna verður í Félagsheimilinu Borg fimmtudagur 29. desember kl. 20°°   Mætum vel Stjórn Kvenfélagsins  

Aðventudagar Sólheima 2011.

lindaFréttir

Laugardagurinn 26. nóvember  Kl. 14:00 – Tónleikar Sólheimakórsins í íþróttaleikhúsi Sólheima. Stjórnandi Lárus Sigurðsson.    Laugardagurinn 3. desember  Kl. 11:00 – Jólastund kirkjuskólans í Sólheimakirkju. Jólasveinar kíkja í heimsókn.  Kl. 14:00 – Aðventutónleikar Breiðfirðingakórsins í Sólheimakirkju.  Kl. 15:30 – Tónleikar með Bógomil Font á kaffihúsinu Grænu könnunni.    Laugardagurinn 10. desember  Kl. 14:00 – Brúðuleikhús Bent Ogrodnik sýnir verkið Gilitrutt … Read More

Fundarboð.

lindaFréttir

Fundarboð.   290. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 9.00 fh.   1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 9. nóvember 2011.           -liggur frammi á fundinum-. 2.    Fundargerðir. a)      41. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.11 2011. Mál nr. 3, 7, 8, 15 og 16 þarfnast … Read More

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps Laugardaginn 26. nóvember kl. 14 Í Félagsheimilinu Borg Glæsilegir vinningar  1. Spjald kr. 500,-   2. Spjöld kr. 800,-   3. Spjöld kr. 1.300,-  Veitingar í hléi Kaffihlaðborð kr. 800,- 12 ára og yngri kr. 400,-  Mætið með góða skapið, klink og seðla allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu   Stjórnin

Jólamarkaður

lindaFréttir

Jólamarkaður Jólamarkaður Kvenfélags Laugdæla verður laugardaginn 26.nóvember í Grunnskólanum Laugarvatni. Þeir sem vilja vera með söluborð ( lítil 1000.- kr og stór 1500.- kr ) endilega hafið samband við undirritaðar.Elínborg s.486-1181/861-1781 holar@eyjar.is Elsa s.486-1194/896-2394 reykhus@eyjar.isKatrín 421-3810/862-4809 katrinkj@gmail.com

Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir

Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps   Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 9. nóvember s.l. voru eftirfarandi reglur samþykktar.   Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 6 – 18 ára styrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Til að unnt sé að nýta tómstundastyrkina þarf að vera um að ræða skipulagt starf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara … Read More

Ferðaþjónusta allt árið

lindaFréttir

  Ferðaþjónusta allt árið Málþing á Hótel Flúðum miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00 – 17:00   13:00  Setning:  Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes og Grafningshrepps „Ísland allt árið“ Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður  Markaðssóknar Íslandsstofu „Hugvekja um nauðsyn- og ávinning góðrar hönnunar á ferðamannastöðum“ Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, formaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands  „Um menningu í ferðaþjónustu“ Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur,forstöðumaður  Rannsóknarseturs HÍ á Norðurlandi vestra … Read More

Tónleikar í Skálholtsdómkirkju Mánudaginn 7. nóvember kl. 20:00

lindaFréttir

Mánudagskvöld í Skálholti  Tónleikar í Skálholtsdómkirkju Mánudaginn 7. nóvember kl. 20:00  Tónlist verður flutt í minningu Jóns og sona hans, Björns og Ara, en þeir feðgar voru líflátnir í Skálholti þann 7. nóvember árið 1550. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti flytur ávarp í minningu Jóns Arasonar og mun einnig lesa ljóð eftir þetta mikla skáld. Fram koma Skálholtskórinn undir … Read More

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

lindaFréttir

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra     Velferðarþjónusta Árnesþings vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.   Skv. reglugerðinni er heimilt  að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er … Read More

Hvar var Þorsteinn?

lindaFréttir

Hvar var Þorsteinn? Á Byggðasafni Árnesinga verður safnhelgin 4.-6.nóvember tileinkuð ljósmyndum úr Árnessýslu.  Í Húsinu á Eyrarbakka verður ljósmyndasafn Þorsteins Jósepssonar, ljósmyndara, til sýnis og greininga. Gestir eru hvattir til að koma og hjálpa okkur að finna staðinn og fólkið á ljósmyndunum. Þorsteinn (1907-1967) var mikilsvirtur landslagsljósmyndari sem ferðaðist um allt Ísland í ljósmyndaleiðöngrum sínum. Eftir hann liggja einnig mikið … Read More

Neyðarkall til þín !

lindaFréttir

Dagana 3.-6. nóvember n.k. fer fram fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu sem nú er eftirlíking af fjallaskíðakonu. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna munu bjóða hann til sölu um allt land á 1.500 krónur þessa fjóra daga á meðan átakið stendur. Við hvetjum alla til þess að taka vel á móti okkar fólki. … Read More

Safnahelgi 4 – 6 nóvember 2011

lindaFréttir

Safnahelgi á Suðurlandi 4. – 6.  nóvember 2011.  Matur og menning úr héraði. Opnunarhátíð Safnahelgar er í Sögusetrinu á Hvolsvelli fimmtudaginn 3. nóvember kl. 16.30 Að afloknu Geopark málþingi, opnar Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands Safnahelgi á Suðurlandi. Flutt verða ávörp og tónlistaratriði og boðið upp á léttar veitingar. Nánari uppl. safnahelgi.nov.2011 og á www.sunnanmenning.is  

Íþróttamiðstöðin Borg, vetraropnun

lindaFréttir

Íþróttamiðstöðin Borg Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar 29. ágúst 2011 – 1. júní 2012 Mánudaga og fimmtudaga kl. 14:00 – 22:00 Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kll. 14:00-19:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 11:00 – 18:00 Hætt er að hleypa ofan í laugina 20 mínútum fyrir lokun. Netfang: sundlaug@gogg.is Sími 486 4402

Konukvöld í uppsveitum

lindaFréttir, Liðnir viðburðir, Tilkynningar og auglýsingar

Konukvöld í uppsveitum Sunnudagskvöldið 23. okt. nk.  ætla þrjú kvenfélög í uppsveitum að standa fyrir konukvöldi í Félagsheimilinu á Flúðum, í tilefni af kvennafrídeginum.  Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt léttum veitingum.  Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og hefst samkoman kl. 20:00.   Að samkomunni standa Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hrunamannahrepps og Kvenfélag Skeiðahrepps.  Allar konur velkomnar. 

Safnarar allra uppsveita sameinist !

lindaFréttir

Safnarar allra uppsveita sameinist! Safnarasýning á Flúðum 5. nóvember – enn eru laus pláss 10. október 2011   Upplit, menningarklasi uppsveita Árnessýslu, stendur fyrir safnarasýningu í Félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 5. nóvember. Sýningin verður framlag Upplits til Safnahelgar á Suðurlandi, sem að þessu sinni verður dagana 4.–6. nóvember.   Upplit biðlar nú til safnara í uppsveitunum að draga fram úr … Read More

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi    Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 1.       Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshreppi 2008-2020 á jörðinni Suðurkot. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi þann 5. október 2011 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi … Read More

Konukvöld

lindaFréttir, Liðnir viðburðir, Tilkynningar og auglýsingar

Konukvöld í uppsveitum Sunnudagskvöldið 23. okt. nk.  ætla þrjú kvenfélög í uppsveitum að standa fyrir konukvöldií Félagsheimilinu á Flúðum, í tilefni af kvennafrídeginum.  Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt léttum veitingum.  Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og hefst samkomankl. 20:00.   Að samkomunni standa Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hrunamannahrepps og Kvenfélag Skeiðahrepps. Allar konur velkomnar. 

Velferðarþjónusta Árnesþings

gretarFréttir

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið Velferðarþjónusta Árnesþings.

Seyrulosun verkstaða í 37. viku

gretarFréttir

Samkvæmt samþykktum sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar sér sveitarfélagið um að tæma rotþrær í sveitarfélaginu einu sinni á þriggja ára fresti.

Allir í sund!

gretarFréttir

Við minnum á frábæra aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni okkar á Borg. Sundlaugin er rómuð og þau Rut og Bragi taka öllum opnum örmum. Nýtum þá auðlind sem sundlaugarnar okkar eru og stundum um leið eina albestu heilsurækt sem býðst.

Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar

lindaUncategorized

Íþróttamiðstöðin Borg
Vetraropnun
29. ágúst 2011 – 1. júní 2012
Mánudaga og fimmtudaga                                        Kl. 14:00 – 22:00
Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga                    Kl. 14:00-19:00
Laugardaga og sunnudaga                                      Kl. 11:00 – 18:00
Hætt er að hleypa ofan í laugina  20 mínútum fyrir lokun.
Heimasíða: www.gogg.is  
Netfang: sundlaug@gogg.is   
Sími 486 4402

Fundur nr. 285.07.09.2011

gretarFundargerðir

285. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. september 2011 kl. 9.00 fh.

Fundur nr. 284.17.08.2011

gretarFundargerðir

284. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 17. ágúst 2011 kl. 9.00 fh.

Ball á Gömlu Borg

gretarTilkynningar og auglýsingar

Hjördís Geirs og Örvar Kristjánsson verða á Gömlu Borg laugardaginn 16. júlí.  Ballið hefst klukkan 21:30 og aðgangseyrir er kr. 1500. Allir velkomnir!

Menningarveisla Sólheima í fullum gangi

lindaUncategorized

Um helgina verður líf og fjör á Sólheimum líkt og verið hefur síðustu helgar. Á Sólheimum er margt að sjá og mikið um að vera. Laugardaginn 16.júlí verða viðfangsefnin birki og tónleikar.

Fundur nr. 283. 06.07.2011

gretarFundargerðir

283. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. júlí 2011 kl. 9.00 fh.

Grímsævintýri!

lindaUncategorized

Hin árlegu Grímsævintýri verða haldin 6. ágúst og hefjast klukkan 13:00. Hin sívinsæla tombóla verður á sínum stað, markaður og leikþáttur fyrir börnin. auk þessa verður margt í boði, leiktæki og alls kyns þjónustuaðilar verða á staðnum! Takið daginn frá!