Þorrablótið heppnaðist vel

lindaUncategorized

Ungmennafélagið Hvöt stóð fyrir þorrablóti nú um helgina og þótti það takast vel. Á blótinu voru ýmis skemmtiatriði og þar á meðal bragur sem nefnist framboðslistinn.  Hann má finna undir tenglinum Mannlíf (hlekkur).

Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin

lindaUncategorized

Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin inn á vef átaksins, www.lifshlaupid.is, en Lífshlaupið verður ræst í
fjórða skipti miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til og með 22.
febrúar. Skráningin þetta árið fer fram með sama hætti og í fyrra,
en þá var skráningarkerfið einfaldað nokkuð og gafst vel.

Fundur nr. 272.19.01.2011

gretarFundargerðir

272. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 9.00 fh.

Fundarboð

lindaUncategorized

272. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 9.00 fh.

lindaUncategorized

Stefnt er að því að sameina heimasíður Kátuborgar og Ljósuborgar á næstu mánuðum. Fyrst um sinn verða síðurnar óbreyttar en allt nýtt efni fer inn á heimasíðuna; http://www.ljosaborg.is/  
s.s. fréttir og myndir.

lindaUncategorized

Starfsfólk leik- og grunnskólans í Grímsnes- og Grafningshreppi óskar nemendum, aðstandendum og öðrum íbúum sveitarfélagsins gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir liðnar stundir.

Úrtaka fyrir Uppsveitadeild

lindaUncategorized

Reiðhöllin á Flúðum auglýsir úrtöku fyrir Upppsveitadeildina.

Þátttakendur skulu vera félagar í hestamannafélögunum Loga Trausta og Smára.

Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Grímsnes og Grafningshreppur vill minna á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gilda umsóknir til áramóta skv. 10. gr laga um húsaleigubætu og skv. 11. grein sömu laga skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn:

lindaUncategorized

Gleðilegt nýtt ár.

Í upphafi nýs árs verða starfsmenn leik- og grunnskólans með starfsdaga.

Ný reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum

lindaUncategorized

Ný reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum tekur gildi 1. janúar 2011. Þar er m.a. kveðið á um að börn yngri en 10 ára sé óheimill aðgangur að sundlaugum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér vel þessa nýju reglugerð.

lindaUncategorized

Þann 1. janúar 2011 sameinuðust leik- og grunnskólinn. Samhliða þeirri breytingu fór mötuneytið undir stjórn skólans. Starfsmenn hins sameinaða skóla verða þá samtals 16 (skólastjóri, 9 starfsmenn Ljósuborgar, 4 starfsmenn Kátuborgar og 2 starfsmenn skólamötuneytis).