Fundur nr. 278.26.04.2011

gretarFundargerðir

278. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, þriðjudaginn 26. apríl 2011 kl. 9.00 fh.

Atvinna í boði

lindaUncategorized

Byggðasamlag skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir laust til umsóknar sumarstarf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í tvo mánuði á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Möguleiki er á framlengingu starfsins um allt að 4 mánuði fyrir atvinnuleitendur. Í starfinu felst að skanna inn teikningar og skjöl og skrá í gagnagrunn.

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast

lindaUncategorized

 

Tvær stöður við leikskóladeild Kerhólsskóla eru lausar til umsóknar frá og með næsta skólaári.

Deildarstjóri, 80 – 100% starfshlutfall

Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.

Leikskólakennari, 80% starfshlutfall

Umsækjendur þurfa að hafa leikskólakennaramenntun, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, samviskusemi og hafa ánægju af að vinna með börnum. Æskilegt er að deildarstjóri hafi reynslu af deildarstjórn í leikskóla og muni búa í sveitarfélaginu.

Kerhólsskóli varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Skólinn leggur áherslurá einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt- og náttúrufræði, útikennslu, list- og verkgreinar. Unnið er að þróunarverkefninu Til móts við náttúruna sem fékk styrk úr Sprotasjóði og er stefnt að því að flagga Grænfánanum vorið 2012. Í leikskóladeildinni verða um 14 nemendur næsta vetur.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra ekki síðar en miðvikudaginn 27. apríl nk.

Nánari upplýsingar gefur Hilmar Björgvinsson skólastjóri í síma 482-2617 og 863-0463, netfang hilmar@ljosaborg.is. Heimasíður: http://gogg.is/kataborg og http://www.ljosaborg.is/

Páskabingó

lindaUncategorized

Foreldrafélag leik- og grunnskólans í Grímsnes- og Grafningshreppi heldur páskabingó til söfnunar í ferðasjóð 7.-8. bekkjar.

 

.

Nýtt nafn komið á sameinaðan leik og grunnskóla

lindaUncategorized

Á árshátíð grunnskólans í gær var tilkynnt hvaða nafn hefði orðið fyrir valinu á nýsameinaðan leik og grunnskóla sveitarfélagsins. Kerhólsskóli var valið úr fjölda tillagna að nýju nafni, en Helga Harðardóttir kennari, Hvalfjarðarsveit átti þá tillögu. Það er von okkar að nafnið eigi eftir að venjast vel og því fylgi blessun og gæfuríkt starf. 

Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Minnum á að þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur í sveitarfélaginu þurfa að skila inn staðfestu skattframtali 2011 og þremur síðustu launaseðlum sínum fyrir 16. apríl n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins svo húsaleigubætur falli ekki niður.

Sveitarstjóri

Fundur nr. 277.06.04.2011

gretarFundargerðir

277. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 9.00 fh.