Hjálparsveitin TINTRON – Flugeldasala

lindaFréttir

Flugeldasalan er byrjuð!  Sjáumst í flugeldaskúrnum að Austurvegi 21, Selfossi  Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar. Fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn með þessa vöru. Börn skulu ávallt vera undir eftirliti fullorðinna í návist flugelda. Allir eiga að hafa öryggisgleraugu, einnig þeir sem horfa á. 

Félagsvist – Áramótaspilakvöld!

lindaFréttir

Fimmtudaginn 29. desember 2011, kl. 20:00 verður spiluð félagsvist í Félagsheimilinu Borg. Aldurstakmark ekkert, enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Kaffi á könnunni í boði kvenfélagsins.   Bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. Kvenfélagið.             

Skötuveisla !

lindaFréttir

Kæru sveitungar ! Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00 Skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Kr. 1500,- á mann kr. 500 fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 5 ára Vekið (drepið) bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna.

Íþróttamiðstöðin Borg – Opnunartími um jól og áramót.

lindaFréttir

Á ÞORLÁKSMESSU,  AÐFANGADAG,  JÓLADAG,  ANNAN Í JÓLUM, GAMLÁRSDAG og NÝÁRSDAG er LOKAР í Íþróttamiðstöðinni á Borg. Aðra daga um hátíðarnar er opið eins og vetraropnunartími segir til um. Mánudaga og fimmtudaga  kl. 14.00 – 22.00.  Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga  kl. 14.00 – 19.00  Laugardaga og sunnudaga kl. 11.00-18.00 Hætt er að hleypa ofan í laugina 20 mín. fyrir lokun. Sími 486-4402  

Aðalfundur U.M.F Hvatar

lindaFréttir

Kæru félagsmenn og sveitungar. Miðvikudaginn 14. des verður haldinn aðalfundur félagsins í Félagsheimilinu Borg. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundastörf. Með von um að sjá sem flesta. Kv. Stjórnin

Íbúaþing.

lindaFréttir

Þriðjudaginn 15. nóvember 2011 voru haldin tvö þing í Félagsheimilinu Borg um skólastefnu sveitarfélagsins á vegum fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps. Annars vegar var það nemendaþing með öllum nemendum skólans og hins vegar íbúaþing þar sem allir íbúar sveitarfélagsins fengu boð um þátttöku. Bæði þessi þing þóttu takast mjög vel, góðar og málefnalegar umræður sköpuðust og margar hugmyndir voru lagðar fram. … Read More