Fundur nr. 278.26.04.2011

gretarFundargerðir

278. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, þriðjudaginn 26. apríl 2011 kl. 9.00 fh.

Atvinna í boði

lindaUncategorized

Byggðasamlag skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir laust til umsóknar sumarstarf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í tvo mánuði á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Möguleiki er á framlengingu starfsins um allt að 4 mánuði fyrir atvinnuleitendur. Í starfinu felst að skanna inn teikningar og skjöl og skrá í gagnagrunn.

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast

lindaUncategorized

 

Tvær stöður við leikskóladeild Kerhólsskóla eru lausar til umsóknar frá og með næsta skólaári.

Deildarstjóri, 80 – 100% starfshlutfall

Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.

Leikskólakennari, 80% starfshlutfall

Umsækjendur þurfa að hafa leikskólakennaramenntun, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, samviskusemi og hafa ánægju af að vinna með börnum. Æskilegt er að deildarstjóri hafi reynslu af deildarstjórn í leikskóla og muni búa í sveitarfélaginu.

Kerhólsskóli varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Skólinn leggur áherslurá einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt- og náttúrufræði, útikennslu, list- og verkgreinar. Unnið er að þróunarverkefninu Til móts við náttúruna sem fékk styrk úr Sprotasjóði og er stefnt að því að flagga Grænfánanum vorið 2012. Í leikskóladeildinni verða um 14 nemendur næsta vetur.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra ekki síðar en miðvikudaginn 27. apríl nk.

Nánari upplýsingar gefur Hilmar Björgvinsson skólastjóri í síma 482-2617 og 863-0463, netfang hilmar@ljosaborg.is. Heimasíður: http://gogg.is/kataborg og http://www.ljosaborg.is/

Páskabingó

lindaUncategorized

Foreldrafélag leik- og grunnskólans í Grímsnes- og Grafningshreppi heldur páskabingó til söfnunar í ferðasjóð 7.-8. bekkjar.

 

.

Nýtt nafn komið á sameinaðan leik og grunnskóla

lindaUncategorized

Á árshátíð grunnskólans í gær var tilkynnt hvaða nafn hefði orðið fyrir valinu á nýsameinaðan leik og grunnskóla sveitarfélagsins. Kerhólsskóli var valið úr fjölda tillagna að nýju nafni, en Helga Harðardóttir kennari, Hvalfjarðarsveit átti þá tillögu. Það er von okkar að nafnið eigi eftir að venjast vel og því fylgi blessun og gæfuríkt starf. 

Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Minnum á að þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur í sveitarfélaginu þurfa að skila inn staðfestu skattframtali 2011 og þremur síðustu launaseðlum sínum fyrir 16. apríl n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins svo húsaleigubætur falli ekki niður.

Sveitarstjóri

Fundur nr. 277.06.04.2011

gretarFundargerðir

277. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 9.00 fh.

Framlagning kjösrkrár

lindaUncategorized

Grímsnes- og Grafningshrepp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í stjórnsýsluhúsinu á Borg frá 30. mars til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 9:00-15:00.

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaUncategorized

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun  laga nr. 13/2011 fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Kosið verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Námskeið í fuglaleiðsögn

lindaUncategorized

Námskeið í fuglafræði og fuglaleiðsögn fyrir leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama verður haldið á Suðurlandi í vor. Dagana 15. apríl kl 14:00-19:00 og 17. apríl kl 13:00-18:00 verða fyrirlestrar og 30. apríl og 14. maí verður útikennsla. Áhersla verður á fuglaskoðun á Suðurlandi.

Fundur nr. 276.16.03.2011

gretarFundargerðir

276. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 9.00 fh.

Suðurland já takk

lindaUncategorized

Laugardaginn 19. mars nk.verður í Ráðhúsinu í Reykjavík Suðurlandssýning undir yfirskriftinni ,,Suðurland já takk“.

Suðurland já takk

lindaUncategorized

Laugardaginn 19. mars nk.verður í Ráðhúsinu í Reykjavík Suðurlandssýning undir yfirskriftinni ,,Suðurland já takk“.

Skrímsli á Gömlu-Borg

lindaUncategorized

Vatnaskrímsli og furðufyrirbæri í náttúrunni í uppsveitum Árnessýslu er yfirskrift viðburðar fyrir alla fjölskylduna sem Upplit stendur fyrir á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00

Skrímsli á Gömlu-Borg

lindaUncategorized

Vatnaskrímsli og furðufyrirbæri í náttúrunni í uppsveitum Árnessýslu er yfirskrift viðburðar fyrir alla fjölskylduna sem Upplit stendur fyrir á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00.

Samfésball 2011

lindaUncategorized

Við í Félagsmiðstöðinni á Borg fórum í Laugardalshöllina á Samfésball á föstudagskvöldið.

Fundur nr.275.02.03.2011

gretarFundargerðir

275. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. mars 2011 kl. 9.00 fh.

Fræðslufundur

lindaUncategorized

Hestamannafélögin Logi, Trausti og Smári standa fyrir fræðslufundi á Kaffi Kletti í Reykholti föstudaginn 11. mars n.k. kl. 20:30.

Leikhúsferð Kvenfélagsins

lindaUncategorized

Kvenfélagið í Grímsnesinu rekur öflugt starf og framundan eru fjöldamörg verkefni. M.a. er leikhúsferð á Sýningu Leikfélags Selfoss og námskeiðshald.

Fundarboð

lindaUncategorized

275. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. mars 2011 kl. 9.00 fh.

Skrímsli á Gömlu-Borg 12. mars

lindaUncategorized

Skrímsli í uppsveitunum og andlit í landslaginu eru viðfangsefni næsta viðburðar Upplits, sem haldinn verður á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00.

Fundur um atvinnumál

lindaUncategorized

Atvinnumálanefnd Grímsnes– og Grafningshrepps heldur fund í félagsheimilinu Borg, mánudaginn 21. febrúar kl. 20:00

Fundur um atvinnumál

lindaUncategorized

Atvinnumálanefnd Grímsnes– og Grafningshrepps heldur fund í félagsheimilinu Borg, mánudaginn 21. febrúar kl. 20:00.

Söngskemmtun aflýst

lindaUncategorized

Athugið

Söngskemmtun sem halda átti í Félagsheimilinu Flúðum laugardaginn 19. febrúar kl. 20:30 hefur verið aflýst.

Karlakór Hreppamanna

Fundur nr. 274.16.02.2011

gretarFundargerðir

274. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 9.00 fh.

Stóra upplestrarkeppnin

lindaUncategorized

Hátíðin verður haldin á Borg í Grímsnesi miðvikudaginn 16. mars 2011 og hefst kl. 15:00.

Keppendur koma frá eftirtöldum skólum:
Flóaskóla í Flóahreppi (2)
Flúðaskóla í Hrunamannahreppi(2)
Grunnskóla Bláskógabyggðar í Bláskógabyggð (2)
Grunnskólanum Ljósuborg í Grímsnes- og Grafningshreppi (2)
Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (2)
Alls 10 keppendur.

Aðalfundur Barms

lindaUncategorized

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Barms verður haldinn í
Félagsheimilinu Borg sunnudagskvöldið 20. febrúar kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin.

Suðurland já takk

lindaUncategorized

Til fyrirtækja og stofana og Suðurlandi. Dagana 18. – 21. mars standa Markaðsstofa Suðurlands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Menningarsamningur Suðurlands fyrir landshlutasýningu í Ráðhúsinu Reykjavík með yfirskriftinni ,,Suðurland já takk“. Markmið sýningarinnar er fyrst og fremst að kynna framleiðslu og þjónustu á Suðurlandi. Sýningin á að höfða til fagaðila og neytenda sem kaupa og nýta sér framleiðslu- og þjónustu af svæðinu.

Matvælasmiðjan á Flúðum opnar í mars.

lindaUncategorized

Síðustu mánuði hefur verið unnið að standsetningu aðstöðu og öflun og uppsetningu tækjabúnaðar í húsnæði Matarsmiðjunnar á Flúðum. Þá er verið að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Starfsemin mun svo hefjast í mars. Hugmyndin með Matvælasmiðjunni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu.