Hlaupársdag, miðvikudaginn 29. febrúar n.k.

lindaFréttir

verður Kvenfélagið í Grímsnesi með fræðslu- og skemmtifund og býður af því tilefni Kvenfélagi Laugdæla í heimsókn. Fundurinn verður í félagsheimilinu Borg og hefst kl. 20.   Allar konur velkomnar.   Nánari upplýsingar veitir Guðrún 868 3003    

Málþing um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi

lindaFréttir

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðs fólks  á Suðurlandi verður haldinn í sal Karlakórs Selfoss Eyrarvegi 67, föstudaginn 17. febrúar nk.  kl. 10.00 til 14.00 skv.   Fundurinn er opinn notendum, aðstandendum, hagsmunasamtökum, sveitarstjórnarmönnum,starfsmönnum sveitarfélaga og öðru áhugafólki.  Dagskrá: 10.00-10.50        Hugmyndafræði og samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks                               Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræðum.  10.50-11.00        Staða málaefna fatlaðs fólks á Suðurlandi … Read More

Tilkynning frá hestamannafélögunum Loga, Trausta og Smára

lindaFréttir

Eins og kunnugt er varð að fresta fyrsta móti Uppsveitardeildarinnar, smala sem halda átti 27. Jan sl. Keppendur og aðrir aðstandur deildarinnar koma af stóru svæði. Því hefur reynst erfitt  að finna hentuga dagsetningu fyrir smalann sem ekki rekst á aðrar samkomur á svæðinu, auk þess sem búið er að bóka reiðhöllina á Flúðum fyrir aðra viðburði  með löngum fyrirvara. … Read More

Zumba námskeið

lindaFréttir

Vegna góðrar þátttöku á fyrsta Zumbanámskeiðinu heldur Ungmennafélagið HVÖT annað  Zumbanámskeið og nú í     Íþróttahúsinu að Borg Grímsnesi.   Námskeiðið hefst 21. febrúar og verður 2 í viku í 6 vikur, þriðjudaga kl. 17:30 og föstudaga  kl. 17:00   Kennararnir koma frá Danssport á Selfossi Silja Sigríður og Anna Berglind   Upphæðin er kr.16.900,- fyrir námskeiðið.   Skráning fyrir 16. … Read More

Kirkjuskóli Mosfellsprestakalls í Sólheimakirkju.

lindaFréttir

  Kirkjuskóli Mosfellsprestakalls verður haldinn í samstarfi við Sólheima og hefst laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Sólheimakirkju. Hann varir í um klukkutíma í senn. Söngur, sögur, föndur og gleði. Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur í anddyri kirkjunnar eftir stundina. Við munum svo vera með kirkjuskólann í Sólheimakirkju laugardagana 25. febrúar, 10. mars og 31. mars kl. 13:00. Sameiginleg lokastund kirkjuskóla uppsveita Árnessýslu … Read More

Guðsþjónusta í Miðdalskirkju

lindaFréttir

Sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 14:00 verður guðsþjónusta í Miðdalskirkju nærri Laugarvatni. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma til kirkjunnar. Allir velkomnir. Axel Árnason Njarðvík, 1/2 2012