Sólheimaleikhúsið kynnir:

lindaFréttir

Kardimommubærinn!   Stór og flottur hópur íbúa Sólheima og nágrennis æfir þessa dagana leikritið um hinn friðsæla Kardimommubæ og fólkið þar.  Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan búa fyrir utan bæinn en fara reglulega í ránsferðir. Þeir ræna Soffíu frænku til að létta undir hjá sér við eldamennsku og þrif en þau áform breytast. Þeir fara í fangelsi eftir eina ránsferðina, … Read More

ÁRSHÁTÍÐ KERHÓLSSKÓLA

lindaFréttir

Árshátíð Kerhólsskóla verður miðvikudaginn 28. mars kl. 17:00 í Félagsheimilinu Borg. Árshátíð skólans er einn stærsti viðburður skólaársins hverju sinni og er lagður mikill metnaður í hana hjá öllum sem að henni koma. Nemendur hafa hvert einasta ár staðið sig frábærlega vel enda eru mjög hæfleikaríkir nemendur í Kerhólsskóla. Í ár verður þema árshátíðarinnar; Þingvellir fyrr og nú. Eins og … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

298. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 9.00 f.h.    

Marsviðburður Upplits í samstarfi við Hvöt í Félagsheimilinu Borg 16. mars 2012

lindaFréttir

Maður og kona – hljóðupptökur og ljósmyndir Marsviðburður Upplits ber yfirskriftina „Maður og kona 1967“ og verður haldinn í samstarfi við Ungmennafélagið Hvöt í Félagsheimilinu á Borg í Grímsnesi föstudagskvöldið 16. mars kl. 20.00.  Leiknar verða hljóðupptökur Böðvars Stefánssonar skólastjóra af völdum köflum úr leikritinu Manni og konu eftir Jón Thoroddsen, sem Ungmennafélagið Hvöt setti á svið árið 1967. Ljósmyndir … Read More

Unglingavinna

lindaFréttir

Auglýst er eftir unglingum 14 til 16 ára  frá 11. júní til og með 20. júlí 2012 í vinnuskóla sveitarfélagsins. Tekið er á móti skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins eða í  síma 486-4400 til 10.apríl n.k. Sveitarstjóri

Vélavinnuútboð

lindaFréttir

Grímsnes og Grafningshreppur auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í útboði um vélavinnu við Golfvöllinn Minni-Borg.  Um er að ræða tilfærslu á efni og landmótun en nánari lýsing verður send til áhugasamra aðila 20. mars 2012. Áhugasamir eru beðnir um að senda upplýsingar um sig á tölvupóstfangið borkur@gogg.is fyrir 15. mars 2012. Virðingarfyllst, Börkur Brynjarsson

Girðingarvinna

lindaFréttir

Grímsnes– og Grafningshreppur auglýsir eftir starfsmanni til að sjá um viðhald á veggirðingum meðfram stofnvegum í sveitarfélaginu. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu til girðingarvinnu og hafa bíl og/eða dráttarvél  til umráða. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. og óskast  umsóknum skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is

Atvinna

lindaFréttir

Grímsnes– og Grafningshreppur auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Starfið felst í  umsjón með unglingavinnu,  helgarvinnu á gámastöðvum ásamt fleiru.  Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.   Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. og óskast  umsóknum skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is

Minnum á styrk til framhaldsskólanema

lindaFréttir

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes– og Grafningshreppur veita framhaldsskólanemum 16-20 ára, þ.e. fyrir 8 fyrstu annirnar eftir grunnskóla, styrk að upphæð kr. 30.000.- Þeir aðilar sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að senda vottorð um skólavist fyrir vorönn 2012 sem allra fyrst til skrifstofu sveitarfélagsins. Hægt er að senda staðfestingu á faxnúmerið 486-4490 eða á netfangið stina@gogg.is … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

297. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 297.07.03.12