Grímsævintýri

lindaFréttir

Hátíð í Grímsnes- og Grafningshreppi, laugardaginn 11. ágúst n.k.

Sumarlokun skrifstofu

lindaFréttir

Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps er lokuð vegna sumarleyfa frá 30. júlí til og með 10. ágúst

Júlí viðburður Upplits, laugardaginn 28. júlí n.k.

lindaFréttir

Gálgaganga í Reykholti   Voru menn hengdir í Gálgaklettum eða eru þeir einungis tilvalinn staður til henginga? Upplitsviðburður júlímánaðar, laugardaginn 28. júlí kl. 14, verður fræðsluganga í Reykholti í Biskupstungum, en þar er fjöldi örnefna sem tengist gálgum. Í göngunni skoðar Skúli Sæland sagnfræðingur sennilegar skýringar á þessum óhugnanlegu örnefnum. Einnig segir hann frá öðrum örnefnum í uppsveitum Árnessýslu sem … Read More

Uppsveitahringurinn

lindaFréttir

Uppsveitahringurinn 2012 Laugardaginn 8. september, n.k., verður íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“ haldinn í fyrsta sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu. Keppnin í ár er í tengslum við Uppskeruhátíðina í Hrunamannahreppi sem fram fer sama dag á Flúðum. Ætlunin er að Uppsveitahringurinn verði haldinn árlega. Í ár verður ein hlaupavegalengd í boði þar sem hlaupið verður á milli Reykholts … Read More

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir

Menningarveisla Sólheima, laugardaginn 21. júlí Margir spennandi viðburðir hafa verið um helgar hér á Menningarveislu Sólheima. Laugardaginn næsta verður engin breyting á því. Björg Þórhallsdóttir sópransönkona, Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu leika klassískar dægurlagaperlur eftir m.a. Atla Heimisson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Tónleikarnir verða í Sólheimakirkju klukkan 14:00. Að tónleikum loknum eða klukkan 15:00 verður … Read More

Fréttatilkynning vegna opnunar Orkugarðs á Sólheimum og 10 ára afmælis Sesseljuhúss 7. júlí kl 16:00

lindaFréttir

Þann 7.júlí nk verður formlega opnaður Orkugarður á Sólheimum í tengslum við 10 ára afmæli Sesseljuhúss. Hugmyndin á bakvið garðinn er að skapa fræðslu- og skemmtigarð um endurnýtanlega orkugjafa. Í tilefni tímamótanna mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flytja ávarp kl. 16 og því búnu mun Árni Friðriksson arkitekt mun fjalla um byggingu Sesseljuhúss auk þess sem Andri Snær Magnason mun fjalla … Read More

Menningarveisla Sólheima helgina 7. – 8. júlí

lindaFréttir

Menningarveisla Sólheima er enn í fullum gangi og nú á laugardaginn 7. júlí heldur söngparið Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson tónleika kl. 14:00 í Sólheimakirkju. Hjónakornin ætla að flytja fjölbreytta dagskrá af gömlum og nýjum lögum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Margar sýningar eru í gangi í tilefni af menningarveislunni. Í Ingustofu er sýningin „Svona gerum við“ … Read More

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI

lindaFréttir

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi   Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga  að breytingu á aðalskipulagi:  1.       Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Endurskoðun landnotkunar … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

306. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. júlí 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 306.04.07.12