Fundarboð

lindaFréttir

304. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. júní 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 304.06.06.12

Skólaslit og uppskeruhátíð Kerhólsskóla.

lindaFréttir

Laugardaginn 2. júní kl. 11:00. Allir íbúar sveitarfélagsins og velunnarar skólans eru velkomnir.  Drög að dagskrá.  Á skólalóð grunnskóladeildar Kerhólsskóla: Útilistaverk leik- og grunnskólanemenda – innsetning. Ávarp. Stutt kynning á þróunarverkefninu; Til móts við náttúruna. Halldór Ásgeirsson listamaður. Söngur leik- og grunnskólanemenda. Óvænt atriði. Í Félagsheimilinu Borg: Tónlistaratriði. Skólaslitaræða skólastjóra. Söngur. Ávarp formanns Nemendafélags Kerhólsskóla. Veitingar. Í Kerhólsskóla: Sýning á … Read More

Seyrulosun

lindaFréttir

Byrjað verður að uppfæra stöðu v/seyrulosunar á www.gogg.is og www.blaskogabyggd.is þriðjudaginn 5. júní n.k.

Opnun Menningarveislu Sólheima

lindaFréttir

  Laugardaginn 2 júní kl. 13. verður Menningarveisla Sólheima formlega opnuð, en hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn.  Opnunin hefst við kaffihúsið Grænu Könnuna og verður þaðan gengið milli sýningarstaða og endað í Sólheimakirkju á tónleikum Sólheimakórsins undir stjórn Lárusar Sigurðssonar.  Klukkan 15 mun svo Einar Logi Einarsson verða með fyrirlestur um hagnýtingu íslenska jurta í Sesseljuhúsi. Fjölbreytt dagskrá … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

303. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10.00 f.h.   FB 303.23.05.12

Hundaeigendur athugið

lindaFréttir

Ætlast er til að allir hundar í sveitarfélaginu séu örmerktir og búið að skrá þá til skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en  1. júlí 2012.  

Umhverfisvika

lindaLiðnir viðburðir

Vikuna 11-16. júní n.k. er umhverfisvika í Grímsnes- og Grafningshreppi og er þá gjaldfrjálst að henda sorpi í gámastöðinni að Seyðishólum.  

UMHVERFISVIKA 11-16. JÚNÍ

lindaFréttir

Vikuna 11-16. júní n.k. er umhverfisvika í Grímsnes- og Grafningshreppi og er þá gjaldfrjálst að henda sorpi í gámastöðinni að Seyðishólum.    

ATVINNA Í BOÐI

lindaFréttir

    Kerhólsskóli, leik- og grunnskóli   Íþróttakennari og leikskólakennari eða þroskaþjálfi óskast     Tveir starfsmenn óskast við Kerhólsskóla frá og með næsta skólaári.  Leikskólakennari eða þroskaþjálfi, 80 – 100% starfshlutfall Umsækjendur þurfa að hafa leikskólakennaramenntun og/eða menntun sem þroskaþjálfi. Fáist ekki sérmenntaðir starfsmenn verður ráðinn inn starfsmaður  í stöðu leiðbeinanda. Íþróttakennari, 50 – 70% starfshlutfall Umsækjendur þurfa að … Read More

Skrautjurtir, söngdúfur og sveitakaffi á Ártanga

lindaFréttir

Upplitsviðburður maímánaðar verður í gróðrarstöðinni Ártanga í Grímsnesi laugardaginn 19. maí kl. 15.30. Þar taka húsráðendur, Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson, á móti gestum, leiða þá um gróðurhúsin og segja frá ræktuninni. Á Ártanga eru ræktaðar skrautjurtir allan ársins hring; pottaplöntur, laukblóm og sumarblóm. Þar er heimafólk ekki aðeins með græna fingur, heldur líka tónlist í blóðinu – sem … Read More

Rúlluplast

lindaFréttir

Rúlluplast verður sótt heim á bæi fimmtudaginn 3. maí n.k.

Fundarboð.

lindaFréttir

301. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. maí 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 301.02.05.12

Menningarráð Suðurlands auglýsir

lindaFréttir

  Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála (styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012 Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki … Read More

Frá Heilsugæslustöðinni í Laugarási

lindaFréttir

Laus er staða við ræstingu í heilsugæslustöðinni í Laugarási. Einnig vantar afleysingu fyrir Læknaritara í  sumar.  Uppl. gefur Anna í síma 480 5300 eða tölvupóstfang annaipsen@hsu.is

Fundarboð

lindaFréttir

300. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 300.18.04.12

Húsaleigubætur

lindaFréttir

Minnum á að þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur í sveitarfélaginu þurfa að skila inn staðfestu skattframtali 2012 og þremur síðustu launaseðlum sínum fyrir 16. apríl n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins svo húsaleigubætur falli ekki niður.  Sveitarstjóri  

RÚLLUPLAST

lindaFréttir

Rúlluplast verður næst tekið fimmtudaginn 3. maí 2012

Íbúafundur

lindaFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Borg mánudaginn 16. apríl  n.k. kl. 20:00            Dagskrá: 1. Golfvöllur 2. Ný skólabygging 3. Hringtorg á Borg 4. Sala á veiðihúsi og veiði í Soginu 5. Önnur mál  Sveitarstjórn

ATVINNA- Helgarvinna-Gámaplön

lindaFréttir

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir starfsmanni til að sinna helgarvöktum frá 1.maí til 1.sept 2012 á gámaplönum Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Gámaplönin sem um ræðir eru Heiðarbær, Lindarskógar, Seyðishólar og Vegholt. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepp eða með tölvupósti á gogg@gogg.is

ATVINNA- Sundlaug/Íþróttahús

lindaFréttir

  Starfsfólk óskast til starfa í sumar við Íþróttamiðstöðina Borg. Aðeins 18 ára og eldri koma til greina. Umsóknum skal skila til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar Borg. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2012 Nánari  upplýsingar gefur Rut Guðmundsdóttir. Netfang: sundlaug@gogg.is eða í síma 899-8841.

Keltnesk örnefni – Upplitsviðburður á Hótel Heklu 20. apríl

lindaFréttir

Aprílviðburður Upplits fjallar um keltnesk menningaráhrif á Íslandi að fornu og nýju – og einkum og sér í lagi á Suðurlandi. Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður skoðar málið út frá fornleifum, tungumáli  og örnefnum, en í ljós hefur komið að útskýra má mörg torskýrð örnefni á Íslandi með því að líta til hins keltneska menningararfs. Fyrirlesturinn verður á Hótel Heklu á Skeiðum … Read More

Vorfundur Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir

Gömlu Borg, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl.18°° Dagskrá Fundur settur Fundargerð Ársfundur SSK                      Starfið framundan  Matarhlé          5.  Inntaka nýrra félaga          6. Önnur mál          7.  Formlegum fundi slitið og við tekur andleg íhugun, hugleiðsla, kynning á blómadropum og auk þess verður boðið uppá spádóma gegn vægu gjaldi 500 kr.    Allar konur velkomnar Mætum vel Stjórnin    Veitingar 1000 kr.(rennur … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

299. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. apríl 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 299.04.04.12

Sólheimaleikhúsið kynnir:

lindaFréttir

Kardimommubærinn!   Stór og flottur hópur íbúa Sólheima og nágrennis æfir þessa dagana leikritið um hinn friðsæla Kardimommubæ og fólkið þar.  Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan búa fyrir utan bæinn en fara reglulega í ránsferðir. Þeir ræna Soffíu frænku til að létta undir hjá sér við eldamennsku og þrif en þau áform breytast. Þeir fara í fangelsi eftir eina ránsferðina, … Read More

ÁRSHÁTÍÐ KERHÓLSSKÓLA

lindaFréttir

Árshátíð Kerhólsskóla verður miðvikudaginn 28. mars kl. 17:00 í Félagsheimilinu Borg. Árshátíð skólans er einn stærsti viðburður skólaársins hverju sinni og er lagður mikill metnaður í hana hjá öllum sem að henni koma. Nemendur hafa hvert einasta ár staðið sig frábærlega vel enda eru mjög hæfleikaríkir nemendur í Kerhólsskóla. Í ár verður þema árshátíðarinnar; Þingvellir fyrr og nú. Eins og … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

298. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 9.00 f.h.    

Marsviðburður Upplits í samstarfi við Hvöt í Félagsheimilinu Borg 16. mars 2012

lindaFréttir

Maður og kona – hljóðupptökur og ljósmyndir Marsviðburður Upplits ber yfirskriftina „Maður og kona 1967“ og verður haldinn í samstarfi við Ungmennafélagið Hvöt í Félagsheimilinu á Borg í Grímsnesi föstudagskvöldið 16. mars kl. 20.00.  Leiknar verða hljóðupptökur Böðvars Stefánssonar skólastjóra af völdum köflum úr leikritinu Manni og konu eftir Jón Thoroddsen, sem Ungmennafélagið Hvöt setti á svið árið 1967. Ljósmyndir … Read More

Unglingavinna

lindaFréttir

Auglýst er eftir unglingum 14 til 16 ára  frá 11. júní til og með 20. júlí 2012 í vinnuskóla sveitarfélagsins. Tekið er á móti skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins eða í  síma 486-4400 til 10.apríl n.k. Sveitarstjóri

Vélavinnuútboð

lindaFréttir

Grímsnes og Grafningshreppur auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í útboði um vélavinnu við Golfvöllinn Minni-Borg.  Um er að ræða tilfærslu á efni og landmótun en nánari lýsing verður send til áhugasamra aðila 20. mars 2012. Áhugasamir eru beðnir um að senda upplýsingar um sig á tölvupóstfangið borkur@gogg.is fyrir 15. mars 2012. Virðingarfyllst, Börkur Brynjarsson

Girðingarvinna

lindaFréttir

Grímsnes– og Grafningshreppur auglýsir eftir starfsmanni til að sjá um viðhald á veggirðingum meðfram stofnvegum í sveitarfélaginu. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu til girðingarvinnu og hafa bíl og/eða dráttarvél  til umráða. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. og óskast  umsóknum skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is

Atvinna

lindaFréttir

Grímsnes– og Grafningshreppur auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Starfið felst í  umsjón með unglingavinnu,  helgarvinnu á gámastöðvum ásamt fleiru.  Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.   Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. og óskast  umsóknum skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is

Minnum á styrk til framhaldsskólanema

lindaFréttir

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes– og Grafningshreppur veita framhaldsskólanemum 16-20 ára, þ.e. fyrir 8 fyrstu annirnar eftir grunnskóla, styrk að upphæð kr. 30.000.- Þeir aðilar sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að senda vottorð um skólavist fyrir vorönn 2012 sem allra fyrst til skrifstofu sveitarfélagsins. Hægt er að senda staðfestingu á faxnúmerið 486-4490 eða á netfangið stina@gogg.is … Read More