Fundarboð

lindaFréttir

297. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 9.00 f.h.   FB 297.07.03.12    

Hlaupársdag, miðvikudaginn 29. febrúar n.k.

lindaFréttir

verður Kvenfélagið í Grímsnesi með fræðslu- og skemmtifund og býður af því tilefni Kvenfélagi Laugdæla í heimsókn. Fundurinn verður í félagsheimilinu Borg og hefst kl. 20.   Allar konur velkomnar.   Nánari upplýsingar veitir Guðrún 868 3003    

Málþing um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi

lindaFréttir

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðs fólks  á Suðurlandi verður haldinn í sal Karlakórs Selfoss Eyrarvegi 67, föstudaginn 17. febrúar nk.  kl. 10.00 til 14.00 skv.   Fundurinn er opinn notendum, aðstandendum, hagsmunasamtökum, sveitarstjórnarmönnum,starfsmönnum sveitarfélaga og öðru áhugafólki.  Dagskrá: 10.00-10.50        Hugmyndafræði og samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks                               Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræðum.  10.50-11.00        Staða málaefna fatlaðs fólks á Suðurlandi … Read More

Tilkynning frá hestamannafélögunum Loga, Trausta og Smára

lindaFréttir

Eins og kunnugt er varð að fresta fyrsta móti Uppsveitardeildarinnar, smala sem halda átti 27. Jan sl. Keppendur og aðrir aðstandur deildarinnar koma af stóru svæði. Því hefur reynst erfitt  að finna hentuga dagsetningu fyrir smalann sem ekki rekst á aðrar samkomur á svæðinu, auk þess sem búið er að bóka reiðhöllina á Flúðum fyrir aðra viðburði  með löngum fyrirvara. … Read More

Zumba námskeið

lindaFréttir

Vegna góðrar þátttöku á fyrsta Zumbanámskeiðinu heldur Ungmennafélagið HVÖT annað  Zumbanámskeið og nú í     Íþróttahúsinu að Borg Grímsnesi.   Námskeiðið hefst 21. febrúar og verður 2 í viku í 6 vikur, þriðjudaga kl. 17:30 og föstudaga  kl. 17:00   Kennararnir koma frá Danssport á Selfossi Silja Sigríður og Anna Berglind   Upphæðin er kr.16.900,- fyrir námskeiðið.   Skráning fyrir 16. … Read More

Kirkjuskóli Mosfellsprestakalls í Sólheimakirkju.

lindaFréttir

  Kirkjuskóli Mosfellsprestakalls verður haldinn í samstarfi við Sólheima og hefst laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Sólheimakirkju. Hann varir í um klukkutíma í senn. Söngur, sögur, föndur og gleði. Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur í anddyri kirkjunnar eftir stundina. Við munum svo vera með kirkjuskólann í Sólheimakirkju laugardagana 25. febrúar, 10. mars og 31. mars kl. 13:00. Sameiginleg lokastund kirkjuskóla uppsveita Árnessýslu … Read More

Guðsþjónusta í Miðdalskirkju

lindaFréttir

Sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 14:00 verður guðsþjónusta í Miðdalskirkju nærri Laugarvatni. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma til kirkjunnar. Allir velkomnir. Axel Árnason Njarðvík, 1/2 2012

Frá hugmynd til vöru

lindaFréttir

Námskeið um vöruþróun í handverki og minjagripaframleiðslu · Kennari: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá NMÍ · Staður: Fræðslunetið, Hvolsvelli · Tími: Laugardagar og sunnudagar 18. og 19. febrúar og 10. og 11. mars kl. 10-16 · Verð: 12.000  Frá hugmynd: 1. Undirbúningur að þróun nýrrar vöru 2. Hugmyndavinna 3. Þarfagreining 4. Tæknileg atriði 5. Fagurfræði   Til vöru: 1. Markhópur og markaðir 2. Verðlagning 3. Kröfur til vöru 4. Innihald 5. Umbúðir, merkingar … Read More

Lífshlaupið

lindaFréttir

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í fimmta sinn miðvikudaginn 1. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í: Vinnustaðakeppni frá 1.-21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 1.-14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri Einstaklingskeppni þar … Read More

ATH! ATH! ATH!

lindaFréttir

Enn eru 10 miðar eftir á þorrablótið á Borg, föstudaginn 27. janúar 2012. Hljómsveitin Síðasti Séns leikur fyrir dansi og og einnig mun söngvarinn Daníel Haukur syngja nokkur vel valin lög. Maturinn verður frá Eyjólfi Kolbeinssyni matreiðslumeistara í Hveragerði. Nefndarmenn taka á móti miðapöntunum: Kolli 899-9669, Guðrún 868-3003, Hannes 892-4680, Gréta 897-4680, Pétur 844-6617, Lísa 857-9903, Baldur 892-1290 og Þorkell … Read More

Upplit, góðan dag, hvernig getum við aðstoðað?

lindaFréttir

Aðalfundur Upplits og málþing um menningarsamstarf þvert á hreppagirðingar Upplit, góðan dag, hvernig getum við aðstoðað?   23. janúar 2012   „Upplit, góðan dag, hvernig getum við aðstoðað?“ er yfirskrift málþings um menningarsamstarf þvert á hreppagirðingar sem Upplit, menningarklasi uppsveita Árnessýslu, boðar til í tengslum við aðalfund sinn á Lindinni á Laugarvatni laugardaginn 4. febrúar. Málþingið hefst kl. 14 og … Read More

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI

lindaFréttir

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.  Eftirfarandi skipulagsáætlanir eru hér með auglýstar til kynningar. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni  og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 1 til 4 er frá 19. … Read More

Munið að panta miða á þorrablótið !

lindaFréttir

Þorra- höldum bráðum -blót, býsna verður gaman.   ……. og botniði svo.   Munið að panta miða á þorrablótið fyrir mánudagskvöldið 23. janúar 2012. Nefndarmenn taka á móti miðapöntunum: Kolli 899-9669, Guðrún 868-3003, Hannes 892-4680, Gréta 897-4680, Pétur 844-6617, Lísa 857-9903, Baldur 892-1290 og Þorkell 848-3857.  Miðaverð er 6.200 kr. Vinsamlega leggið greiðslur inná reikning Umf.Hvatar, í síðasta lagi mánudagskvöldið    … Read More

VIÐVERA MENNINGARFULLTRÚA Í SVEITARFÉLÖGUM

lindaFréttir

Menningarráð Suðurlands auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum á Suðurlandi vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2012. Allir sem hafa áhuga á að hitta menningarfulltrúa eru beðnir um að panta tíma símleiðis (896-7511) eða í tölvupósti (menning@sudurland.is). Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum. Skrifstofa menningarfulltrúa er að Austurvegi 65, 800  Selfoss. Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsluhúsinu, Borg Þriðjudagur 17.01.2012   … Read More

„Mér er líka skemmt“

lindaFréttir

Janúarviðburður Upplits í Félagsheimilinu á Flúðum fimmtudagskvöldið 19. janúar „Mér er líka skemmt“ Sagnakvöld með tónlistarívafi   „Mér er líka skemmt“ er yfirskrift sagnakvölds Upplits í Félagsheimilinu á Flúðum fimmtudagskvöldið 19. janúar kl. 20.30. Þá mun sagnamaðurinn Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti segja skemmtisögur af eftirminnilegu fólki, lífs og liðnu – og undanskilur hann þar ekki sjálfan sig.   Jóhannes rifjar … Read More

Þorrablót 2012

lindaFréttir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 27. janúar 2012.  Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30.   Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2012, þ.e. fæðingarár 1996.  Hljómsveitin Síðasti Séns leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Eyjólfi Kolbeinssyni matreiðslumeistara í Hveragerði.  Nefndarmenn taka á móti miðapöntunum: Kolli … Read More

TAPAÐ – FUNDIÐ !

lindaFréttir

Góðan dag og gleðilegt ár, fjölskyldan mín á sumarhús í Víðibrekku við Búrfell og við lentum í því að lok á heita pottinn okkar virðist hafa horfið á síðustu dögum fyrir jól.  Þetta uppgötvaðist milli jóla og nýárs og líklegast að það hafi fokið af í einhverju veðrinu.  Þetta er brúnt stórt lok frá Trefjum og mjög bagalegt að tapa … Read More

Heiðurssamsæti 13. janúar 2012

lindaFréttir

Búnaðarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, ásamt hópi velunnara hafa ákveðið að halda Gunnlaugi Skúlasyni dýralækni  heiðurssamsæti í tilefni starfsloka hans, föstudaginn 13. janúar 2012 á Hótel Geysi kl. 20:00.   Allir velkomnir.  

Strætó á Suðurlandi

lindaFréttir

  Frá og með 2. janúar verður hægt að ferðast um Suðurland með strætó, allt frá Reykjavík og austur á Höfn í Hornafirði. Þetta er liður í stórfelldri stækkun þjónustusvæðis Strætó bs. í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Eitt samtengt leiðakerfi verður allt frá Höfn í Hornafirði og til Reykjavíkur, um uppsveitir Árnessýslu, niður í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Þessi … Read More