Íbúaþing um skólamál

lindaFréttir

Íbúaþing um skólamál verður haldið í Félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn  6. nóvember n.k. Boðið verður upp á súpu og brauð klukkan 19:00  og hefst þingið klukkan 19:30. Fyrr um daginn verður haldið samskonar þing fyrir nemendur á  grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Málefni þingsins er framtíðarskipulag skólamála í Grímsnes- og Grafningshreppi og verður meðal annars rætt um málefni    9. og 10. bekkjar og … Read More

Nýtt útilistaverk afhjúpað á Borg í Grímsnesi eftir Halldór Ásgeirsson, laugard. 1. nóvember kl. 16

lindaFréttir

Í Listasafni Árnesinga má fá nánari innsýn í listferil hans á sýningunni VEGFERÐ – listamannsspjall kl. 14  Á fjölbreyttri dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi vill Listasafn Árnesinga benda sérstaklega á afhjúpun útilistaverks laugardaginn 1. nóvember kl. 16 á Borg í Grímsnesi. Listaverkið er eftir Halldór Ásgeirssn og hægt er að kynnast list hans betur á sýningunni VEGFERÐ í Listasafni Árnesinga og … Read More

Grafningur og Grímsnes. Byggðasaga.

lindaFréttir

Út er komin bókin Grafningur og Grímsnes ─ Byggðasaga, í samantekt Sigurðar Kristins Hermundarsonar. Þar er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890─2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla. Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein … Read More

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015

lindaFréttir

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og … Read More

Skyndihjálparnámskeið !

lindaFréttir

Kvenfélag Grímsneshrepps býður íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 14 ára og eldri, á  skyndihjálparnámskeið. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember 2014, kl. 1000-1400 í Félagsheimilinu Borg. Kennari verður Anna Margrét Magnúsdóttir frá Rauða krossinum í Árnessýslu. Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið er boðið að skrá þátttöku fyrir 25. október n.k. til: Siggu í síma 898-4428 – Elsu í … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

355. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 16.30 e.h.   Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.   Borg, 17. október 2014, Ingibjörg Harðardóttir.

Sólheimakirkja

lindaFréttir

Kirkjuskólinn laugardaginn 18. október kl. 13:00 Við höldum áfram með spennandi efni, söng og föndri ávaxtasafi, kaffi og kalóríur í anddyri kirkjunnar undir lok stundarinnar Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuskólann Guðsþjónusta sunnudaginn 19. október kl. 14:00 Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar Ester Óaflsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng Meðhjálpari er Erla Thomsen Verið öll hjartanlega velkomin í … Read More

Upplýsingar um loftgæði

lindaFréttir

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent skólanum bréf þar sem forsvarsmönnum er  bent  á að skoða loftgæði reglulega með útivist barna í huga.  Þar kemur fram að kanna þarf loftgæði á hverjum morgni inn á heimasíðu Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar og fylgjast með fram eftir degi.  Slæm loftgæði vegna brennisteinsdíoxíð fyrir viðkvæma eru þegar styrkur fer yfir 600 µg/m3.

Fundarboð

lindaFréttir

354. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 9.00 f.h. FB 354.15.10.14

Orgelið „rokkar“

lindaFréttir

Tónleikar í Skálholtsdómkirkju miðvikudagskvöldið 22. október kl.20:30 Fjölskyldutónleikar þar sem þekkt tónlist úr kvikmyndum s.s. Starwars, Pirates of the Caribbean, Indiana Jones,  með hljómsveitum eins og Queen, Abba ýmislegt fleira sem allir ættu að þekkja. Organisti er Jón Bjarnason og Smári Þorsteinsson spilar á trommur. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð á suðurlandi sem hlaut styrk frá Menningarráði Suðurlands og héraðssjóði … Read More

Aðstoðarmatráð vantar við Kerhólsskóla í afleysingar skólaárið 2014 – 2015

lindaFréttir

Í boði er: Staða aðstoðarmatráðs í 80 – 100% stöðu skólaárið 2014- 2015 Hæfniskröfur eru: Samvinna, jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleiki og samviskusemi. Helstu verkefni: Vinna með matráð við matseld, frágangur, þrif o.fl. Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með heildarfjölda um 60 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 8. bekk. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur … Read More

Heimasíða Skóla- og velferðarþjónustu

lindaFréttir

er nú loks komin í gagnið.  Á heimasíðunni má annars vegar velja upplýsingar um skólaþjónustu og hins vegar um velferðarþjónustuna. Á forsíðunni eru einnig upplýsingar um Skólaþjónustu- og velferðarnefnd, samninga, nefnd oddvita og sveitarstjóra og fundargerðir. Á síðu skólaþjónustunnar eru upplýsingar um þjónustuna, eyðublöð s.s. tilvísanir og gátlista, upplýsingar um starfsmenn og þá leik- og grunnskóla sem skólaþjónustan sinnir.  Þar … Read More