Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða

lindaFréttir

Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í Selinu við Engjaveg  (við hliðina á íþróttavelli) eftirtalda daga: Þriðjudaginn 2 des.frá kl. 10-14. Miðvikudagur 3 des frá kl. 10-14.Prestar í Árnessýslu, utan Selfoss, taka einnig við umsóknum og koma áfram til Sjóðsins. Umsækjendur þurfa að leggja fram gögn um mánaðarlegar tekjur (vinnulaun, tekjur frá TR, fæðingarorlof, barnabætur, atvinnuleysisbætur) og … Read More

ATH !

lindaFréttir

Munið að skila inn efni í Hvatarblaðið FYRIR 1. des. á netfangið: linda@gogg.is

Fundarboð

lindaFréttir

357. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 12.00 f.h. FB 357 20 11 14

Kvenfélag Grímsneshrepps

lindaFréttir

hélt bingó á Borg sunnudaginn 16. nóvember 2014 til styrktar Sjóðnum góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu. Bingóið tókst mjög vel söfnuðust kr. 200.000.- í Sjóðinn góða. Kvenfélagið þakkar bingóspilurum skemmtilegan dag í þágu góðs málefnis og einnig þakkar Kvenfélagð öllum þeim sem gáfu vinninga eða styrktu okkur á annan hátt. Með kærleikskveðju Kvenfélag Grímsneshrepps

Kirkjuskólinn í Sólheimakirkju 15. nóvember kl. 13:00

lindaFréttir

Við höldum áfram með spennandi efni, söng og föndur. Ávaxtasafi, kaffi og kalóríur í anddyri kirkjunnar undir lok stundarinnar Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuskólann Guðsþjónusta í Sólheimakirkju 16. nóvember kl. 14:00 Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar Ester Ólafsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng Meðhjálparar eru: Eyþór K. Johannsson og Erla Thomsen Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju.

Íbúar í dreifbýli

lindaFréttir

Munið að koma með slökkvitæki heimilisins til okkar í slökkvistöðina að Árvegi 1 Selfossi.  Þórarinn Magnússon, starfsmaður Slökkvi-tækjaþjónustunnar, mun taka á móti ykkur og skipta út tækjunum og afhenda rafhlöður í reykskynjara, ykkur að kostnaðarlausu samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin.  Nánari upplýsingar koma fram á heimasíðu BÁ, www.babubabu.is  eða í síma 4-800-900.  

Íbúaþing um skólamál

lindaFréttir

Íbúaþing um skólamál verður haldið í Félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn  6. nóvember n.k. Boðið verður upp á súpu og brauð klukkan 19:00  og hefst þingið klukkan 19:30. Fyrr um daginn verður haldið samskonar þing fyrir nemendur á  grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Málefni þingsins er framtíðarskipulag skólamála í Grímsnes- og Grafningshreppi og verður meðal annars rætt um málefni    9. og 10. bekkjar og … Read More

SPILAKVÖLD Í KVÖLD !

lindaFréttir

Kæru sveitungar ! Við ætlum að hittast þriðjudagskvöldið 4. nóvember í félagsheimilinu Borg kl. 19:30 og spila til 21:30 eða 22:00 með kaffipásu. Það var spilað á 4 borðum í síðasta mánuði og skemmtu allir sér vel sem mættu. Vonumst til að sjá sem flesta og eiga frábært kvöld saman. Ef þetta heppnast vel  verður þriggja kvölda keppni sem byrjar í janúar. … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

356. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 5. nóvember 2014 kl. 9.00 f.h. FB 356.05.11.14