Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2016 – 2030

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verkefnalýsing vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar gildandi skipulags. Þann 21. október 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008 – 2020. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar. Óskað er eftir því að athugasemdum við  verkefnislýsinguna … Read More

ÁRAMÓTABRENNA OG FLUGELDASÝNING

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Áramótabrenna og flugeldasýning verður við golfvöllin á Borg 31. des. Kveikt verður í brennu kl . 20:30 Flugeldasala hjálparsveitarinnar Tintrons verður eins og vanalega á Austurvegi 23 Selfossi.  Styrkjum Björgunarsveitirnar.  Hjálparsveitin Tintron þakkar öllum fyrir góðar móttökur vegna sölu á neyðarkallinum

Jólaopnun íþróttamiðstöðin Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og annan í jólum er LOKAÐ. Gamlársdag og nýársdag er LOKAÐ. Aðra daga er opið eins og vetraropnun segir til um. Mánudaga – Fimmtudaga kl. 14-22 Föstudaga Lokað Laugardaga – Sunnudaga kl. 11-18 Hætt er að hleypa ofan í laugina 20 mínútum fyrir lokun.

Skötuveisla

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kæru sveitungar !  Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,– á man 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR  

Íbúar í dreifbýli

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Munið að koma með slökkvitæki heimilisins til okkar í slökkvistöðina að Árvegi 1 Selfossi.  Þórarinn Magnússon, starfsmaður Slökkvitækjaþjónustunnar, mun taka á móti ykkur og skipta út tækjunum og afhenda rafhlöður í reykskynjara, ykkur að kostnaðarlausu samkvæmt þjónustusamningi við  sveitarfélögin.  Nánari upplýsingar koma fram á heimasíðu BÁ, www.babubabu.is eða í síma 4-800-900.  

Þorrablót umf. Hvatar

lindaViðburðir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg 29. janúar 2016. Aldurstakmark miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2016. Nánar auglýst í janúar Hvatarblaði.  

Kvenfélag Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kvenfélag Grímsneshrepps hélt bingó á Borg sunnudaginn 22. nóvember 2015 til styrktar Sjóðnum góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu. Bingóið tókst mjög vel söfnuðust kr. 200.000.- í Sjóðinn góða. Kvenfélagið þakkar bingóspilurum skemmtilegan dag í þágu góðs málefnis og einnig þakkar Kvenfélagið öllum þeim sem gáfu vinninga eða styrktu okkur á annan hátt. Með kærleikskveðju Kvenfélag Grímsneshrepps  

Eigendur sumarhúsa ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 4/11 2015 var eftirfarandi samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps: Breytingar á reglum um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggð. Samgöngunefnd leggur til að 2. grein í reglunum verði breytt á þá leið að umsóknarfresturinn verði færður fram til 1. mars ár hvert í stað 15. maí. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni Reglur um styrki til viðhalds á … Read More

Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

verður haldinn í Aratungu laugardaginn 5.desember og stendur frá kl 13:00 til 17:00 Að venju verður fjölbreytt vöruúrval og tilvalið að versla jólagjafir. Kvenfélagið verður með tombólu og hið margrómaða kaffihlaðborð verður á sínum stað. Þeir sem hafa áhuga á að selja á markaðnum vinsamlegast hafið samband við Herdísi; herdisfr@gmail.com eða í síma 696-6764, eða Þrúðu; truda53@gmail.com eða 862 8640 … Read More

Úrslit í Ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í gær þann 12. nóvember veitti Atvinnumálanefnd verðlaun í ljósmyndakeppninni sem stóð yfir frá byrjun mars til enda september. Þátttaka var góð, í heildina voru skráðar til leiks 101 ljósmynd eftir 8 ljósmyndara. Þrenn verðlaun voru veitt, fyrir frumlegustu myndina Rúnar Gregory Muccio, fyrir mannlífsmynd Bragi Svavarsson og fyrir landslagsmynd Anna Wozniczka. Í verðlaun voru bækurnar Grímsnes, búendur og saga … Read More

Kæru sveitungar !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er Atvinnumálanefnd Grímsnes og Grafningshrepps að leggja lokahönd á dagatal næsta árs, ef þið viljið láta skrá viðburð í dagatalið þá vinsamlegast sendið póst á asavaldis@gogg.is í síðasta lagi mánudaginn 16.nóvember.  

JÓLABINGÓ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-.  Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim … Read More

Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

 Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni                     Grímsnes- og Grafningshrepps 2015  Fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 18:00 mun Atvinnumálanefnd afhenda sigurvegurum ljósmynda-keppninnar verðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í Íþróttamiðstöðinni Borg og jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning með verðlaunamyndunum og öðrum myndum sem báru af í keppninni.  Ljósmyndakeppnin stóð frá 1. mars til 30. september 2015.  Veitt verða verðlaun í þremur flokkum:  Besta mannlífsmyndin Besta landslagsmyndin Frumlegasta myndin … Read More

Aðalfundur UMF. Hvatar

lindaViðburðir

Aðalfundur UMF. Hvatar verður haldinn í Félagsheimilinu Borg 18. nóvember 2015 kl. 20:00 Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin.  

Aðalfundur hjálparsveitarinnar TINTRONS

lindaViðburðir

Aðalfundur hjálparsveitarinnar TINTRONS verður haldinn í húsi sveitarinnar miðvikudagskvöldið 18. nóv. 2015 kl. 20:00 Skýrsla stjórnar Ársreikningur Kosningar Inntaka nýrra félaga Önnur mál Stjórnin.

Hjálparsveitin TINTRON – Neyðarkallinn 2015

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki. Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember og verður sú nýbreyttni þetta árið að allur ágóði sölu litla … Read More

Jólabingó

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki … Read More

Skátafélag Sólheima

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 31. október næstkomandi fagna skátar 30 ára afmæli skátastarfs á Sólheimum í Grímsnesi en félagið var formlega stofnað þann 30. október árið 1985.  Frumkvæði að stofnun félagsins áttu þeir Guðmundur Pálsson og Guðjón Sigmundsson en þetta haust réðust þeir félagarnir til Sólheima í beinu framhaldi af því að hafa veitt sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni forstöðu. Allar götur síðan hefur … Read More

Styrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes– og Grafningshreppur veita  framhaldsskólanemum 16-20 ára,  þ.e. fyrir 8 fyrstu annirnar eftir grunnskóla, styrk að upphæð kr. 30.000.-  Þeir aðilar sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að senda vottorð um skólavist fyrir haustönn 2015 sem allra fyrst til skrifstofu sveitarfélagsins.  Hægt er að senda staðfestingu á faxnúmerið 480-5501 eða á netfangið stina@gogg.is  

Gáfu 300 þúsund í Sjóðinn góða

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr tombólusjóði 2015. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 8. ágúst söfnuðust um 800 þúsund krónur sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga … Read More

Batasetur Suðurlands

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir einstaklinga með geðröskun hóf starfsemi í september sl. Skemmst er frá því að segja að það fer vel af stað og mikil ánægja með þetta verkefni. Í Batasetrinu hittist fólk með geðraskanir, talar um líðan sína og fær ráð hjá hver öðrum um hvað virkar hjá þeim. En einnig er unnið með valdeflingu þ.e. að fá … Read More

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur tekið við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Sjá nánar hér:  Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Húsgögn óskast í félagsmiðstöðina.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Unglingarnir í sveitinni hafa fengið húsnæði á Borg fyrir félagsmiðstöð. Húsnæðið er í „gamla“ skólanum, þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Húsnæðið, sem kallast Gilið, er algjörlega tómt og þar glymur hátt í hressum krökkum. Nú vantar sófa, stóla, borð, hillur, gólfmottur, blómapotta o.s.frv. til að gera félagsmiðstöðina vistlega. Ef þú átt eitthvað sem þú telur að … Read More

Aðalfundur leikfélagsins

lindaLiðnir viðburðir

Aðlfundur leikfélags Grímsnes- og Grafningshrepp verður haldinn í félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn 15. október 2015 kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum alla sveitunga unga sem aldna að koma og vera með. Kveðja, Stjórnin

Sólheimahlaupið og Frískir Flóamenn 26. sept

gretarLiðnir viðburðir

Laugardaginn 26. september koma hlaupararnir Frískir Flóamenn til okkar og bjóða Sólheimabúum í hlaup frá Borg að Sólheimum, líkt og fyrri ár. Öllum er frjálst að taka þátt með því að hlaupa, labba eða hjóla.Kl. 9:30 er mæting við Sólheimahús og svo er fólk ferjað á Borg Kl. 10:00 verður lagt af stað frá Borg. Þeir sem hjóla geta að … Read More

Opið á ný.

gretarFréttir

Búið er að opna sundlaugina. Vetraropnun 23. ágúst 2015 – 1. júní 2016 Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl: 14:00—22:00 Föstudaga lokað. Laugardaga og sunnudaga kl: 11:00—18:00  

Tónleikar í Sólheimakirkju 18. september kl. 19

gretarLiðnir viðburðir

Föstudaginn 18. september klukkan 19:00 „24 Prelúdíur“ er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma. Einnig verða flutt píanóverkin … Read More

Útvarpsviðtöl

lindaFréttir

Hér er slóð á útvarpsviðtöl frá útvarpi Suðurland FM sem gerð hafa verið gerð við fólk í Grímsnes og Grafningshrepp í sumar https://www.facebook.com/pages/Sveitarf%C3%A9lagi%C3%B0-Gr%C3%ADmsnes-og-Grafningshreppur/132308354008?sk=info&tab=milestone Það þarf síðan að afrita slóðina undir hverju viðtali og opna í nýjum glugga. Góða skemmtun 🙂  

Reglur um útivistartíma

lindaFréttir

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. … Read More

Fjallferðir og réttir haust 2015

lindaFréttir

Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 11. september. Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 15. september kl. 10:00. Klausturhólaréttir verða miðvikudaginn 16. september kl. 10:00. Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar. Grafningur Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 18. september. Grafningsréttir verða mánudaginn 21. september kl. 9:45.

Matarkistan Hrunamannahreppur

lindaFréttir

Uppskeruhátíð laugardaginn 5. september Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju.   Félagar úr kirkjukór leiða sönginn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Grillaðar pylsur og molasopi.  Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00 Matvæli úr sveitinni; grænmeti,