Skákdagur Íslands 26. janúar

lindaFréttir

26. janúar s.l var Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Hann er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga sem á stórafmæli í ár  en hann verður áttræður.Að skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían og taflfélögin í landinu. Kjörorð dagsins voru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum. … Read More

Sólheimakirkja

lindaFréttir

Dagur kvenfélagskonunnar er sunnudaginn 1. febrúar Guðsþjónusta kl. 14:00 í tilefni dagsins Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng Þórunn Drífa Oddsdóttir flytur hugvekju Kvenfélagskonur lesa ritningarlestra  Meðhjálpari er Erla Thomsen Í tilefni dagsins fá allar viðstaddar konur blóm Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju  

Síðasti séns að panta og greiða í dag !

lindaFréttir

Þorrablót UMF. Hvatar Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 30. janúar 2015. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30. Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Labbi og co. leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Múlakaffi Miðapantanir eru hjá Páli Tryggvasyni í síma 866-0337 Einnig má panta miða á … Read More

Tæknisvið Uppsveita. Óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf.

lindaFréttir

Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.  Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita. Starfssvið … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

360. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 9.00 f.h. FB 360.21.01.15.

Skólaþjónusta Árnesþings óskar eftir sálfræðingi til starfa

lindaFréttir

Staða sálfræðings fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar.  Um er að ræða 50% stöðu.  Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Aðalfundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2015

lindaFréttir

Verður haldinn í Sesseljuhúsi á Sólheimum, sunnudaginn 1. febrúar 2015 kl. 10:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Við tökum vel á móti  nýjum félögum og að sjálfsögðu eru allar konur velkomnar á fundinn 🙂 Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps.

Þorrablót 2015

lindaFréttir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 30. janúar 2015. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30. Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Labbi og co. leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Múlakaffi Miðapantanir eru hjá Páli Tryggvasyni í síma 866-0337 Einnig má panta miða á netfanginu thorrablot.hvot@gmail.com Miðaverð … Read More

Dansnámskeið !!!

lindaFréttir

Jæja kæra fólk komin er upp sú hugmynd að vera með dans á þriðjud kl 20-22 í 3 skipti sem samsvara þá 6 tímum og kenna þar gömlu dansana og tjútt og eh.  fleira svo fólk verði tilbúið fyrir þorrablót. Þá yrði byrjað næsta þriðjudag og út janúar og væri það 15þús á par og ef áhugi væri fyrir þá … Read More

Hótel Borealis Efri-Brú

lindaFréttir

Hótel Borealis, Efri-Brú  óskar eftir að ráða starfskraft í hlutastarf í vetur í almenn hótelstörf, enskukunnátta nauðsynleg, einnig væri gott að fá smið í ýmis verkefni, enskukunnátta ekki nauðsynleg 🙂 Vínsamlegast hafið samband við Matthias 8976549  matti@hotelborealis.is.

Þjónustudagatal 2015

lindaFréttir

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps liggur frammi á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu GOGG, Sundlauginni á Borg, Versluninni Borg, Þrastalundi og Gámastöðinni Seyðishólum. Endilega náið ykkur í eintak,  á því eru ýmsar gagnlegar upplýsingar. Dagatalið er frítt 🙂

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.

Húsaleigubætur

lindaFréttir

Viljum minna á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gilda umsóknir til  áramóta skv. 10. grein laga um húsaleigubætur og skv. 11. grein sömu laga skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn: Leigusamningur gerður á staðfest samningseyðublað, undirritaður af báðum aðilum og þinglýstur.(Ekki er þó skylt að þinglýsa leigusamning vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga eða félaga sem eru að … Read More

Námskeið í þjóðbúningasaumi

lindaFréttir

Haldið verður námskeið í þjóðbúningasaumi í uppsveitum Árnessýslu á vorönn.  Námskeiðið verður fimm laugardaga frá janúar til apríl og verður það í Flúðaskóla. Kennt er laugardaga frá kl. 11-17, dagana 14. febrúar, 28. febrúar, 21. mars, 11. apríl og síðasti tíminn er 18. apríl.