Fyrirlestur í Sesseljuhúsi

lindaFréttir

Þriðjudaginn 4. ágúst klukkan 17:00 TÆKIFÆRI: Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur og forstöðumaður félagsþjónustu Sólheima ræðir um valkostina í lífinu, hvernig við mætum hindrunum í lífinu og muninn á innri og ytri hindrunum. Allir velkomnir ókeypis aðgangur

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir

Franskt fínerí og íslenskt glens og gaman Laugardaginn 1. ágúst klukkan 14:00 Tónleikar í Sólheimakirkju Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Pamela de Sensi flautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja draumkennda og töfrandi franska tónlist, tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar og Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Halldór Laxness og þjóðlög úr ýmsum áttum.

Seyrulosun í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir

Byrjað er að losa rotþrær, þetta árið 2015 verður losað í Hallkelshólum – Búrfellsvegi – Miðengi – Vaðnesi – Snæfoksstöðum og í Öndverðanesi. Byrjað er að losa í Öndverðanesi,  næst verður losað á Snæfoksstöðum o.s.f.v. Sjá nánar á: Rotþrær og haka í fráveita. Þær rotþrær sem búið er að losa eru grænar.  

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir

Laugardaginn 25 júlí klukkan 14:00 Tónleikar í Sólheimakirkju Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur verða með dúndurþétt dúettaprógram. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Tónleikar UniJón laugardaginn 18. júlí 2015 í Sólheimakirkju kl. 14:00

lindaFréttir

Dúettinn UniJon samanstendur af tónlistarfólkinu Unni Arndísardóttur og Jóni Tryggva Unnarssyni. Þau hófu samstarf árið 2009 og hefur það samstarf leitt af sér sólóplötur þeirra, dúettplötu og brúðkaup. Þau hafa ferðast á þessum árum þvers yfir Bandaríkin og kruss eftir Evrópu að kynna tónlist sína. Þau bjuggu frá árinu 2010 til 2013 í Merkigili á Eyrarbakka þar sem þau héldu … Read More

Húsvörður

lindaFréttir

við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps  Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps. Um er að ræða fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Starf húsvarðar felst meðal annars í:

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir 50% starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að reglusömum, skemmtilegum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.