Jólabingó

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki … Read More

Skátafélag Sólheima

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 31. október næstkomandi fagna skátar 30 ára afmæli skátastarfs á Sólheimum í Grímsnesi en félagið var formlega stofnað þann 30. október árið 1985.  Frumkvæði að stofnun félagsins áttu þeir Guðmundur Pálsson og Guðjón Sigmundsson en þetta haust réðust þeir félagarnir til Sólheima í beinu framhaldi af því að hafa veitt sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni forstöðu. Allar götur síðan hefur … Read More

Styrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes– og Grafningshreppur veita  framhaldsskólanemum 16-20 ára,  þ.e. fyrir 8 fyrstu annirnar eftir grunnskóla, styrk að upphæð kr. 30.000.-  Þeir aðilar sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að senda vottorð um skólavist fyrir haustönn 2015 sem allra fyrst til skrifstofu sveitarfélagsins.  Hægt er að senda staðfestingu á faxnúmerið 480-5501 eða á netfangið stina@gogg.is  

Gáfu 300 þúsund í Sjóðinn góða

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr tombólusjóði 2015. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 8. ágúst söfnuðust um 800 þúsund krónur sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga … Read More

Batasetur Suðurlands

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir einstaklinga með geðröskun hóf starfsemi í september sl. Skemmst er frá því að segja að það fer vel af stað og mikil ánægja með þetta verkefni. Í Batasetrinu hittist fólk með geðraskanir, talar um líðan sína og fær ráð hjá hver öðrum um hvað virkar hjá þeim. En einnig er unnið með valdeflingu þ.e. að fá … Read More

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur tekið við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Sjá nánar hér:  Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Húsgögn óskast í félagsmiðstöðina.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Unglingarnir í sveitinni hafa fengið húsnæði á Borg fyrir félagsmiðstöð. Húsnæðið er í „gamla“ skólanum, þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Húsnæðið, sem kallast Gilið, er algjörlega tómt og þar glymur hátt í hressum krökkum. Nú vantar sófa, stóla, borð, hillur, gólfmottur, blómapotta o.s.frv. til að gera félagsmiðstöðina vistlega. Ef þú átt eitthvað sem þú telur að … Read More