Þorrablót umf. Hvatar

lindaViðburðir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg 29. janúar 2016. Aldurstakmark miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2016. Nánar auglýst í janúar Hvatarblaði.  

Kvenfélag Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kvenfélag Grímsneshrepps hélt bingó á Borg sunnudaginn 22. nóvember 2015 til styrktar Sjóðnum góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu. Bingóið tókst mjög vel söfnuðust kr. 200.000.- í Sjóðinn góða. Kvenfélagið þakkar bingóspilurum skemmtilegan dag í þágu góðs málefnis og einnig þakkar Kvenfélagið öllum þeim sem gáfu vinninga eða styrktu okkur á annan hátt. Með kærleikskveðju Kvenfélag Grímsneshrepps  

Eigendur sumarhúsa ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 4/11 2015 var eftirfarandi samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps: Breytingar á reglum um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggð. Samgöngunefnd leggur til að 2. grein í reglunum verði breytt á þá leið að umsóknarfresturinn verði færður fram til 1. mars ár hvert í stað 15. maí. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni Reglur um styrki til viðhalds á … Read More

Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

verður haldinn í Aratungu laugardaginn 5.desember og stendur frá kl 13:00 til 17:00 Að venju verður fjölbreytt vöruúrval og tilvalið að versla jólagjafir. Kvenfélagið verður með tombólu og hið margrómaða kaffihlaðborð verður á sínum stað. Þeir sem hafa áhuga á að selja á markaðnum vinsamlegast hafið samband við Herdísi; herdisfr@gmail.com eða í síma 696-6764, eða Þrúðu; truda53@gmail.com eða 862 8640 … Read More

Úrslit í Ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í gær þann 12. nóvember veitti Atvinnumálanefnd verðlaun í ljósmyndakeppninni sem stóð yfir frá byrjun mars til enda september. Þátttaka var góð, í heildina voru skráðar til leiks 101 ljósmynd eftir 8 ljósmyndara. Þrenn verðlaun voru veitt, fyrir frumlegustu myndina Rúnar Gregory Muccio, fyrir mannlífsmynd Bragi Svavarsson og fyrir landslagsmynd Anna Wozniczka. Í verðlaun voru bækurnar Grímsnes, búendur og saga … Read More

Kæru sveitungar !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er Atvinnumálanefnd Grímsnes og Grafningshrepps að leggja lokahönd á dagatal næsta árs, ef þið viljið láta skrá viðburð í dagatalið þá vinsamlegast sendið póst á asavaldis@gogg.is í síðasta lagi mánudaginn 16.nóvember.  

JÓLABINGÓ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-.  Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim … Read More

Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

 Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni                     Grímsnes- og Grafningshrepps 2015  Fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 18:00 mun Atvinnumálanefnd afhenda sigurvegurum ljósmynda-keppninnar verðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í Íþróttamiðstöðinni Borg og jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning með verðlaunamyndunum og öðrum myndum sem báru af í keppninni.  Ljósmyndakeppnin stóð frá 1. mars til 30. september 2015.  Veitt verða verðlaun í þremur flokkum:  Besta mannlífsmyndin Besta landslagsmyndin Frumlegasta myndin … Read More

Aðalfundur UMF. Hvatar

lindaViðburðir

Aðalfundur UMF. Hvatar verður haldinn í Félagsheimilinu Borg 18. nóvember 2015 kl. 20:00 Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin.  

Aðalfundur hjálparsveitarinnar TINTRONS

lindaViðburðir

Aðalfundur hjálparsveitarinnar TINTRONS verður haldinn í húsi sveitarinnar miðvikudagskvöldið 18. nóv. 2015 kl. 20:00 Skýrsla stjórnar Ársreikningur Kosningar Inntaka nýrra félaga Önnur mál Stjórnin.

Hjálparsveitin TINTRON – Neyðarkallinn 2015

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki. Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember og verður sú nýbreyttni þetta árið að allur ágóði sölu litla … Read More