Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2016 – 2030

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verkefnalýsing vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar gildandi skipulags. Þann 21. október 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008 – 2020. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar. Óskað er eftir því að athugasemdum við  verkefnislýsinguna … Read More

ÁRAMÓTABRENNA OG FLUGELDASÝNING

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Áramótabrenna og flugeldasýning verður við golfvöllin á Borg 31. des. Kveikt verður í brennu kl . 20:30 Flugeldasala hjálparsveitarinnar Tintrons verður eins og vanalega á Austurvegi 23 Selfossi.  Styrkjum Björgunarsveitirnar.  Hjálparsveitin Tintron þakkar öllum fyrir góðar móttökur vegna sölu á neyðarkallinum

Jólaopnun íþróttamiðstöðin Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og annan í jólum er LOKAÐ. Gamlársdag og nýársdag er LOKAÐ. Aðra daga er opið eins og vetraropnun segir til um. Mánudaga – Fimmtudaga kl. 14-22 Föstudaga Lokað Laugardaga – Sunnudaga kl. 11-18 Hætt er að hleypa ofan í laugina 20 mínútum fyrir lokun.

Skötuveisla

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kæru sveitungar !  Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,– á man 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR  

Íbúar í dreifbýli

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Munið að koma með slökkvitæki heimilisins til okkar í slökkvistöðina að Árvegi 1 Selfossi.  Þórarinn Magnússon, starfsmaður Slökkvitækjaþjónustunnar, mun taka á móti ykkur og skipta út tækjunum og afhenda rafhlöður í reykskynjara, ykkur að kostnaðarlausu samkvæmt þjónustusamningi við  sveitarfélögin.  Nánari upplýsingar koma fram á heimasíðu BÁ, www.babubabu.is eða í síma 4-800-900.