Fundarboð.

lindaFréttir

fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 9.00 f.h. Sjá fundarboð hér: FB 366.15.04.15

HELGARVINNA Á GÁMASTÖÐVUM

lindaFréttir

Óskum eftir að ráða duglegan starfsmann í helgarvinnu á gámastöðvar okkar í Bláskógabyggð og Grímsnes– og Grafningshreppi í maí, júní, júlí og ágúst 2015. Verður að hafa bílpróf  Upplýsingar veitir sveitarstjóri  Grímsnes– og Grafningshrepps í síma 480-5500  eða á netfangið gogg@gogg.is  

UNGLINGAVINNA

lindaFréttir

Auglýst er eftir unglingum 14 til 16 ára ( 8.—10. bekkur) frá  8. júní til og með 17. júlí 2014 í vinnuskóla sveitarfélagsins. Tekið er á móti skráningu á Skrifstofu sveitarfélagsins eða í síma 480-5500 til 20. apríl n.k.  Sveitarstjóri  

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Sjá nánar hér: Skipulagsauglýsing 9 apríl 2015

Opnunartími Gámastöðva um páska

lindaFréttir

Opnunartími gámastöðva í Seyðishólum um páska ! Skírdag ………………………………….kl. 14.00 – 16.00 Laugardag……………………………….kl. 14.00 – 17.00 Annar í páskum…………………………kl. 14.00 – 17.00  

Leiksýning

lindaFréttir

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 21. apríl og sunnudaginn 22. apríl n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu hér: Grettir.

Fundarboð

lindaFréttir

365. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 1. apríl 2015 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 365.01.04.15

SÓLHEIMAKIRKJA

lindaFréttir

Kirkjuskóli Sólheimakirkju verður laugardaginn 28. mars kl. 13:00 Nú erum við í sjöunda himni og ljúkum föndrinu fyrir páskana. Söngur, sögur, föndur og gleði Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur við lok stundarinnar Verið öll hjartanlega velkomin   Hátíðarmessa á Páskadag 5. apríl kl. 14:00 Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar Organisti er Ester Ólafsdóttir Einsöng syngur Heiða Árnadóttir Meðhjálpari … Read More

Húsaleigubætur

lindaFréttir

Minnum á að þeir aðilar sem þiggja húsaleigubætur   í sveitarfélaginu þurfa að skila inn  staðfestu skattframtali 2015 og þremur síðustu launaseðlum sínum fyrir 17. apríl n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins svo húsaleigubætur falli ekki niður. Sveitarstjóri Umsóknareyðublað fyrir húsaleigubætur er hér: http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-eydublod/Eydublad_Husaleigubaetur.pdf  

PÁSKABINGÓ

lindaFréttir

Páskabingó Kvenfélagsins verður á Borg mánudaginn 30.mars kl 19.30. Allir velkomnir  🙂 Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða hjá Rauða Krossinum í Árnessýslu sem meðal annars er nýttur til styrktar þeirra sem standa höllum fæti í aðdraganda páska og ferminga.

Fundarboð

lindaFréttir

fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 9.00 f.h.   Sjá nánar hér: FB 364.18.03.15

MYNDASÝNING

lindaFréttir

Viðtal Guðfinnu Ragnarsdóttur við Sigurð Gunnarsson fyrrum bónda á Bjarnastöðum verður sýnt 14. mars nk. kl. 15:00 á Gömlu Borg. Einnig mun Egill Árni Pálsson tenór syngja  nokkur lög við undirleik Jóns Bjarnasonar organista. Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis Hollvinir Grímsness

Snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir

Stofnæðar þ.e.a.s. Biskupstungnabraut- Þingvallavegur- Sólheimahringur- og Laugarvatnsvegur  eru mokaðar af Vegagerðinni 5 daga vikunnar, alla daga nema þriðjudaga og laugardaga. Aðrir vegir þ.e.a.s. heim á bæi þar sem föst búseta er ásamt  Grafningsvegi  og Búrfellsvegi eru mokaðir eftir þörfum, á þessum stöðum eru afleggjarar  mokaðir en hver og einn verður að sjá um sitt hlað/plan. Skólaakstursbæir eru í forgangi. Skipulögð … Read More

„Frumkvöðladagur Uppsveitanna“.

lindaFréttir

Verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00. Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu. Frá hugmynd til framkvæmdar – hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa.  Stoðkerfið verður kynnt, styrkjamöguleikar og reynslusögum deilt.   Í lok fundarins hafa áhugasamir tækifæri til að … Read More

FUNDARBOÐ

lindaFréttir

363. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 363.04.03.15  

Kvenfélag Grímsnesshrepps

lindaFréttir

100 ára sögu- og ritnefnd Kvenfélags Grímsnesshrepps hefur tekið til starfa. Kvenfélag Grímsnesshrepps verður aldargamalt árið 2019 stofnað í apríl 1919 og af því tilefni ætlar Kvenfélagið að minnast þeirra tímamóta með ýmsum hætti sem koma munu í ljós þegar nær dregur. Nefndina skipa; Lísa Thomsen, Þórunn Oddsdóttir og Guðrún Ásgeirsdóttir. Við hvetjum  alla núverandi og brottflutta Grímsnesinga svo og … Read More

Myndasýning

lindaFréttir

Viðtal Guðfinnu Ragnarsdóttur við Sigurð Gunnarsson fyrrum bónda á Bjarnastöðum verður sýnt 14. mars nk. kl. 15:00 á Gömlu Borg. Einnig mun Egill Árni Pálsson tenór syngja  nokkur lög við undirleik Jóns Bjarnasonar organista. Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis Hollvinir Grímsness

Kirkjuskóli og Guðsþjónusta í Sólheimakirkju.

lindaFréttir

Kirkjuskóli Sólheimakirkju Verður laugardaginn 28. febrúar kl. 13:00 Nú erum við í sjöunda himni, eins og efnið heitir. Söngur, sögur, föndur og gleði Kaffi, ávaxtasafi og kalóríur við lok stundarinnar Verið öll hjartanlega velkomin   Sólheimakirkja Guðsþjónusta 1. mars kl. 14:00 Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir Kór Vatnsendaskóla syngur, stjórnandi Þóra Marteinsdóttir Meðhjálpari er … Read More

Frá Sveitarfélaginu Árborg – Lokun á þjóðvegi 1

lindaFréttir

Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 6 vikur. Sjá nánar hér: Auglýsing Lokanir DFS

Munið FÉLAGSVISTINA í Félagsheimilinu á miðvikudagskvöld kl.19.00 !

lindaFréttir

Við ætlum að efna til þriggja kvölda keppni í félagsvist í Félagsheimilinu Borg og spila næstu 3 miðvikudagskvöld 11/2, 18/2 og 25/2 kl. 19:00 Spilað verður heilt spjald.… Að loknu spili hvert kvöld verður boðið upp á kaffi og kökur. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld, stigahæsti karl og stigahæsta kona, stigalægsti karl og stigalægsta kona. Svo verða verðlaun fyrir … Read More

FUNDARBOÐ

lindaFréttir

fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér:  FB 362.18.02.15

FÉLAGSVIST :)

lindaFréttir

Kæru sveitungar ! Við ætlum að efna til þriggja kvölda keppni í félagsvist í Félagsheimilinu Borg og spila næstu 3 miðvikudagskvöld 11/2, 18/2 og 25/2 kl. 19:00 Spilað verður heilt spjald. Að loknu spili hvert kvöld verður boðið upp á kaffi og kökur. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld, stigahæsti karl og stigahæsta kona, stigalægsti karl og stigalægsta kona. Svo … Read More

Leiksýning

lindaFréttir

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannessyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður í lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 21. feb. og sunnudaginn 22. feb. n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu. Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur. Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 í lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er kr. 3500 og miðapantanir eru í … Read More

Uppsveitakort 2015

lindaFréttir

Nú er hafin árviss endurskoðun á Uppsveitakortinu sem gefið er út árlega í 40.000 eintökum og dreift víða.  Hægt er að skoða kortið á vefnum  www.sveitir.is/kort Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið athugasemdir eða upplýsingar um breytingar á korti eða þjónustulista.   Hjálpumst að við að gera gott kort betra.  Með kveðju frá ferðamálafulltrúa  Uppsveita Árnessýslu  asborg@ismennt.is sími 8981957

Fundarboð.

lindaFréttir

fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 9.00 f.h. Fundarboð: FB 361.04.02.15

Hver er þín viðskiptahugmynd?

lindaFréttir

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015 lausa tilumsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða … Read More

Skákdagur Íslands 26. janúar

lindaFréttir

26. janúar s.l var Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Hann er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga sem á stórafmæli í ár  en hann verður áttræður.Að skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían og taflfélögin í landinu. Kjörorð dagsins voru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum. … Read More

Sólheimakirkja

lindaFréttir

Dagur kvenfélagskonunnar er sunnudaginn 1. febrúar Guðsþjónusta kl. 14:00 í tilefni dagsins Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng Þórunn Drífa Oddsdóttir flytur hugvekju Kvenfélagskonur lesa ritningarlestra  Meðhjálpari er Erla Thomsen Í tilefni dagsins fá allar viðstaddar konur blóm Verið öll hjartanlega velkomin í Sólheimakirkju  

Síðasti séns að panta og greiða í dag !

lindaFréttir

Þorrablót UMF. Hvatar Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 30. janúar 2015. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30. Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Labbi og co. leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Múlakaffi Miðapantanir eru hjá Páli Tryggvasyni í síma 866-0337 Einnig má panta miða á … Read More

Tæknisvið Uppsveita. Óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf.

lindaFréttir

Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.  Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita. Starfssvið … Read More

Fundarboð

lindaFréttir

360. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 9.00 f.h. FB 360.21.01.15.

Skólaþjónusta Árnesþings óskar eftir sálfræðingi til starfa

lindaFréttir

Staða sálfræðings fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar.  Um er að ræða 50% stöðu.  Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Aðalfundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2015

lindaFréttir

Verður haldinn í Sesseljuhúsi á Sólheimum, sunnudaginn 1. febrúar 2015 kl. 10:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Við tökum vel á móti  nýjum félögum og að sjálfsögðu eru allar konur velkomnar á fundinn 🙂 Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps.

Þorrablót 2015

lindaFréttir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 30. janúar 2015. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30. Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Labbi og co. leikur fyrir dansi og maturinn verður frá Múlakaffi Miðapantanir eru hjá Páli Tryggvasyni í síma 866-0337 Einnig má panta miða á netfanginu thorrablot.hvot@gmail.com Miðaverð … Read More

Dansnámskeið !!!

lindaFréttir

Jæja kæra fólk komin er upp sú hugmynd að vera með dans á þriðjud kl 20-22 í 3 skipti sem samsvara þá 6 tímum og kenna þar gömlu dansana og tjútt og eh.  fleira svo fólk verði tilbúið fyrir þorrablót. Þá yrði byrjað næsta þriðjudag og út janúar og væri það 15þús á par og ef áhugi væri fyrir þá … Read More

Hótel Borealis Efri-Brú

lindaFréttir

Hótel Borealis, Efri-Brú  óskar eftir að ráða starfskraft í hlutastarf í vetur í almenn hótelstörf, enskukunnátta nauðsynleg, einnig væri gott að fá smið í ýmis verkefni, enskukunnátta ekki nauðsynleg 🙂 Vínsamlegast hafið samband við Matthias 8976549  matti@hotelborealis.is.

Þjónustudagatal 2015

lindaFréttir

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps liggur frammi á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu GOGG, Sundlauginni á Borg, Versluninni Borg, Þrastalundi og Gámastöðinni Seyðishólum. Endilega náið ykkur í eintak,  á því eru ýmsar gagnlegar upplýsingar. Dagatalið er frítt 🙂

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.

Húsaleigubætur

lindaFréttir

Viljum minna á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gilda umsóknir til  áramóta skv. 10. grein laga um húsaleigubætur og skv. 11. grein sömu laga skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn: Leigusamningur gerður á staðfest samningseyðublað, undirritaður af báðum aðilum og þinglýstur.(Ekki er þó skylt að þinglýsa leigusamning vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga eða félaga sem eru að … Read More

Námskeið í þjóðbúningasaumi

lindaFréttir

Haldið verður námskeið í þjóðbúningasaumi í uppsveitum Árnessýslu á vorönn.  Námskeiðið verður fimm laugardaga frá janúar til apríl og verður það í Flúðaskóla. Kennt er laugardaga frá kl. 11-17, dagana 14. febrúar, 28. febrúar, 21. mars, 11. apríl og síðasti tíminn er 18. apríl.