Jólafundur Kvenfélagsins 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember í Öndverðarnesi (golfskálanum) kl. 19.30. Við ætlum að eiga saman góða stund þar sem við borðum veitingar, skiptumst á jólapökkum og leyfum jólaandanum að koma yfir okkur. Pakkaleikur að vanda í tilefni jólanna, viðmiðunarverð 1.500 kr. Kaffikonur sjá um veitingar. Kaffigjaldið er 1.000 kr.pr. mann. Nýjar konur velkomnar 🙂 Sjáumst í hátíðarskapi 🙂 Stjórn … Read More

ATH ! Húsnæðisbætur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun formlega hefja starfsemi 16. nóvember n.k. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóvember. Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur: … Read More

Kveðjuhóf lækna – frestun

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kveðjuhóf lækna – frestun. Eins og áður var boðað var fyrirhugað að halda hóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 30. nóvember n.k. Þeir eru að láta af störfum sem kunnugt er. Ákveðið hefur verið að fresta kveðjuhófinu um sinn. Ný tímasetning verður tilkynnt síðar. Undirbúningsnefndin.  

JÓLABINGÓ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 20. nóvember 2016, kl. 15:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-.  Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem … Read More

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum”

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 9. des. n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og Gretti.  Boðið verður uppá umræður að sýningu lokinni um sýninguna … Read More

„Allt er breytingum háð“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins – þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum) fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00. Frummælendur verða  Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu og almennar umræður. Ekkert stendur í stað, vöxtur í ferðaþjónustu … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

399. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: Fundur nr. 399–09.11.2016

Jóganámskeið

lindaViðburðir

Jóganámskeið fyrir byrjendur og lengra komna verður haldið í Íþróttahúsinu Borg. nóv. – 7. des. 2016 Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17.15 Kennari: Rósa Traustadóttir jógakennari og heilsuráðgjafi skráning í síma 898-2295  

Folaldasýning

lindaViðburðir

Frá GOÐA Árleg folaldasýning Goða verður laugardaginn 12. nóvember n.k. kl. 11.00 í Hólmarshöll Minni Borg. Valin verða bestu merfolöldin og bestu hestfolöldin. Skráning þarf að berast fyrir 10. nóv.  í síma 849-4972 (Siggi) Það kostar 1.000,- kr. pr. folald.  Aðgangur kr. 500.- Kaffi  og með því.  

Aðalfundur Hvatar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Aðalfundurinn verður haldinn 9. nóvember klukkan 20:00 í Félagsheimilinu Borg   Ársskýrsla formanns Ársreikningar Fundagerð síðasta fundar Kosning stjórnar Inntaka nýrra félaga Stjórn Hvatar  

Zumba námskeið

lindaViðburðir

Ungmennafélagið HVÖT býður sveitungum upp á Zumba námskeið í íþróttamiðstöðinni á Borg. Við byrjum 11. nóvember klukkan 17:00 – 18:00 og verðum í 10 skipti á þriðjudögum og fimmtudögum  Kennari er Íris Anna Steinarrsdóttir Námskeiðið er greitt fyrirfram og kostar kr:10.000.- Allir velkomnir  Skráning fer fram á netfanginu iris@kerholsskoli.is  

Óveðurskallinn er Neyðarkall ársins 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

ÓVEÐURSKALLINN er Neyðarkall ársins!!! Neyðarkallinn 2016 er, vopnaður skóflu og kaðli sem er nauðsynlegur búnaður óðveðurskallsins sem er klár í íslenska óveðrið og ófærðina sem því fylgir. Á hverju ári fáum við hundruð útkalla sem snúa að aðstoð vegna veðurs og ófærðar en við erum alltaf tilbúin til að fara út í óveðrið þegar neyðarkallið kemur. Við munum keyra Grímsnesið … Read More