Kveðjuhóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 12. janúar 2017 í Aratungu.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Læknarnir okkar í uppsveitum Árnessýslu til meira en 30 ára, þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson eru að láta af störfum um þessar mundir. Þeir hafa verið einstaklega farsælir í sínum störfum og hlúð að heilsufari íbúanna með miklum sóma. Það má því ekki minna vera en þeir verði heiðraðir með kveðjuhófi.  Hófið verður haldið Fimmtudaginn 12. janúar 2017  í … Read More

Dagatal Grímsnes- og Grafningshrepps 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Dagatal Grímsnes og Grafningshrepps verður sent á öll heimili í sveitarfélaginu á næstu dögum. Dagatalið mun svo liggja frammi í sundlauginni og skrifstofunni á Borg,  Gámastöðinni Seyðishólum og vonandi á Minni- Borgum, Kiðjabergi, Hraunborgum, Öndverðarnesi og Þrastarlundi. Dagatalið er aðgengilegt hér: Dagatal 2017  

Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

  Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk … Read More

Skötuveisla í Félagsheimilinu Borg

lindaViðburðir

Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,- á mann 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR    

Jólaball

lindaViðburðir

Hið árlega jólaball foreldrafélags Kerhólsskóla verður haldið í Félagsheimilinu Borg þann 20. des. kl. 13.00 Dansað kringum jólatréð, heitt jólakakó, pönnukökur, heimabakaðar smákökur og að sjálfsögðu kíkir jólasveinn í heimsókn. Allir velkomnir.

Tónleikar í Gamla Bankanum á Selfossi

lindaViðburðir

Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Gamla Bankanum á Selfossi að Austurvegi 21, miðvikudaginn 21. desember næstkomandi kl. 20:00. Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur stofnaður árið 2012 í borginni Utrecht í Hollandi. Í hópnum eru tveir Íslendingar, tveir Hollendingar og Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum.  Strákarnir eiga það sameiginlegt að hafa allir lært hjá Jóni Þorsteinssyni. Síðustu fjögur … Read More

ATH ! – hitaveita

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Næstkomandi mánudag 12. desember 2016 verður takmörkun á afhendingu á heitu vatni að Borg. Vatnið mun þó ekki vera tekið af en þrýstingur fellur talsvert á meðan unnið er að uppfærslu á dælustöð í Hraunborgum.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

401. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 9.00 f.h. fb-401-07-12-16