Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

423. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 423.20.12.17

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps kemur út núna milli jóla og nýárs og verður sent á öll lögheimili í kjölfarið. Einnig verður hægt að nálgast eintök í Verzluninni Borg og Íþróttamiðstöðinni Borg. Bestu kveðjur, Atvinnumálanefnd Sjá dagatalið hér: GOGG_dagatal.2018pdf

Hjálparsveitin Tintron

lindaViðburðir

Flugeldasala hjálparsveitarinnar Tintrons verður eins og vanalega á Austurvegi 23 Selfossi. Áramótabrenna og flugeldasýning verður við golfvöllinn á Borg 31. des. Kveikt verður í brennu kl . 20:30 Hjálparsveitin Tintron þakkar öllum fyrir góðar móttökur vegna sölu á neyðarkallinum, þökkum stuðninginn og sendum bestu óskir um Gleðileg jól.        

Jólapistill

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er komið að því árlega, að jólahátíðin og mesta skammdegið nálgast. En jafnframt styttist í að daginn fari að lengja aftur með hækkandi sól og meiri birtu. Minningarnar um hið liðna eru okkur nærri og í hugum okkar gerum við upp atburði liðins árs.  Samhliða því förum við yfir með hvaða hætti við ætlum að taka á móti nýju … Read More

Kvenfélag Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Ágætu sveitungar, kvenfélagskonur og aðrir velunnar félagsins. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Þökkum fyrir þátttöku ykkar á Grímsævintýrum og annarri starfsemi félagsins á árinu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári  🙂    Kvenfélag Grímsneshrepps

Skötuveisla !

lindaViðburðir

Kæru sveitungar ! Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt  tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,- á mann,  kr. 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR    

Sjóðurinn góði

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni kvenfélaga, kirkjusókna, lionsklúbba og rauða krossdeilda í Árnessýslu ásamt Félagsþjónustu Árborgar og Félagsþjónustu Árnesþings. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina og einnig fyrir fermingar. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar leggja Sjóðnum góða lið með fjárframlögum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn … Read More

Kveikt á jólatrénu við Kerhólsskóla

lindaFréttir

Í morgun 29.11. 2017 var kveikt á jólatrénu við Kerhólsskóla. Nemendur og starfsfólk skólans sungu og dönsuðu í kringum jólatréð undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar sem lék á harmonikku.

Opinn fundur í Tryggvaskála

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélögin í Árnessýslu standa fyrir opnum fundi í Tryggvaskála þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 17 til að kynna niðurstöður þeirrar vinnu sem staðið hefur yfr við að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna. Á fundinn mæta fulltrúar KPMG sem stýrðu verkefninu. Allir velkomnir. Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Ölfus  

Jóla Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 26. nóvember 2017, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Sjóðurinn hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir  jólahátíðina til handa þeim … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

421. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 9.00 f.h. FB 421.22.11.17

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita – Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, … Read More

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%. Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við skólann. … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

420. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 420.08.11.17

Náms- og rannsóknarstyrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

        Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017. Styrkurinn nemur 1.250.000 kr. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til eyjolfur@fraedslunet.iseða sigurdur@hfsu.is Umsóknarfrestur er til 10. nóvember … Read More

Jólafundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2017

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sæl vertu flotta kvenfélagskona, nú líður senn að jólum og styttist í jólafundinn okkar   🙂   Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn þriðjudaginn  21. nóvember á Hendur í Höfn í Þorlákshöfn kl. 18.30. Við ætlum að eiga huggulegt kvöld í anda aðventunnar. Pakkaleikurinn verður að vanda, hver kona kemur með einn pakka, viðmiðunarverð 1.500 kr. heimagert eða keypt. Dagný í Hendur í Höfn mun … Read More

Almannavarnavika í sveitarfélaginu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Ágæti lesandi, þann 4. til 7. desember næstkomandi verður haldin Almannavarnavika í sveitarfélaginu í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Farið verður yfir viðbragðsáætlanir í sveitarfélaginu með lykilstarfsmönnum. Í lok almannavarnavikunnar verður boðað til íbúafundar þar sem viðbragðsáætlanir verða kynntar. Nánar auglýst síðar. Sveitarstjórn

Fjölnota pokar „ekki kaupa rusl“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

„Ekki kaupa rusl!“ er nafn á umhverfisverkefni sem Kvenfélag Grímsneshrepps hefur unnið að síðastliðið ár. Markmiðið með verkefninu er að auka vitundarvakningu hjá íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps að sporna við því mikla magni af óþarfa rusli sem fellur til frá heimilum, vinnustöðum og stofnunum. Á hátíðinni Borg í Sveit hófu kvenfélagskonur að dreifa fjölnota pokum inn á hvert heimili í … Read More

Afhending úr Tombólusjóði Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr Tombólusjóði 2017. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 12. ágúst safnaðist um 700.000 kr. sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir  … Read More

Tilkynning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verið er að setja á hverfislögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á suðurlandi. Hverfislögreglumaður fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp er Hafsteinn Viðarsson. Áhersla er á að vinna saman, það skilar mestu. Hlutverk hverfislögreglumanns er meðal annars að: Mynda tengslanet. Tryggja samvinnu við sveitarfélög og stofnanir þeirra. Auka sýnileika og eftirlit þar sem þörf er talin á. Forvarnir og fræðsla, aðlagað að þörfinni á hverjum … Read More

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi   Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis fer fram laugardaginn 28. október 2017. Kosið verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.   Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er.   Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn: Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem á að gilda fyrir tímabilið 2017-2029. Drög að … Read More

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands … Read More

Listrými – Myndlist fyrir alla

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla. Á dagskrá Listrýmis veturinn 2017-18 eru fjölbreytt námskeið í teikningu, málun, mótun, tækniaðferðum og hugmyndaþróun. Flest námskeiðin … Read More

Verulegar – Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15.00

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Verulegar Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15:00 Sunnudaginn 8. október kl. 15.00 mun Guðrún Tryggvadóttir segja frá verkum sínum á sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nýverið var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Á sýningunni er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. … Read More

Kammerkór Seltjarnarneskirkju

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Kammerkór Seltjarnarneskirkju Feðgar á ferð og flugi Miðvikudaginn 4. október nk. kl.19.30 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju hausttónleika í Skálholtskirkju. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju. Í Kammerkórnum er söngfólk sem hefur ýmist lokið söngnámi eða hefur mikla kórreynslu. Kórinn hefur hefur mörg síðustu ár staðið að frumflutningi margra kórverka, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Kórinn heldur tónleika að jafnaði þrisvar … Read More

Lagning ljósleiðara í Grímsnes- og Grafningshrepp

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Föstudaginn 22. september skrifaði Grímsnes og Grafningshreppur undir samning við Mílu um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Framkvæmdin felur í sér að tengja öll lögbýli í sveitarfélaginu fyrir lok árs 2019. Framkvæmdinni verður skipt í 3 svæði og er skipt þannig Svæði 1 austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheimahringinn. Miðað er við að þessum … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara og stuðningsfulltrúa

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

     Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara og stuðningsfulltrúa Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með rúmlega 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk þar af eru 33 börn í leikskóladeild. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan … Read More

Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Það er kirkjuskóli í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 13:30.  Börn úr sveitinni sérstaklega velkomin. Messa sunnudaginn 17. september Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur prédikar Laufey Geirlaugsdóttir syngur Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir er organisti Valdís Ólöf Jónsdóttir er meðhjálpari Eyþór Jóhannsson er kirkjuvörður Reynir Pétur Steinunnarsson leikur á munnhörpu fyrir messuna. Allir hjartanlega velkomnir.  

ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sundlaugin á Borg verður lokuð 4. – 11. september vegna lagfæringar á stétt við sundlaugarbakkann. Opnað aftur þriðjudaginn 12. september.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

416. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. september 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 416.06.09.17  

Fjallferðir og réttir 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 8. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 12. september kl. 10:00 Klausturhólaréttir verða miðvikudaginn 13. september kl. 10:00  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 15. september Grafningsréttir verða mánudaginn 18. september kl. 9:45