Minnum á kynningarfundinn á morgun 11.05 2017 um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Um leið og ég leyfi mér að minna á kynningarfundinn á morgun um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15 vek ég athygli á beinni útsendingu af fundurinn en hægt verður að horfa á hann á YouTube rás, sbr.: https://www.youtube.com/channel/UC9ees4Ko7Tcu7o2nKlnt8iQ/live Boðið verður upp á gagnvirkni fyrir þá sem fylgjast með fundinum í beinni. Vilji … Read More

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí … Read More

SUMARSTARF

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsmanni i sumarafleysingar til að sinna félagslegri heimaþjónustu á heimilum i Uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Helstu verkefni eru almenn þrif, aðstoð við persóulega umhirðu og veita félagslegan stuðning og hvatningu. Starfsmaður þarf ad hafa bíl til umráða. Umsóknafrestur er til 20. maí 2017 Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna á … Read More

Ævintýrakistan – Aukasýning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikfélag Sólheima kunngjörir: Ævintýrakistan – Aukasýning Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að slá upp aukasýningu, Laugardaginn 6.maí klukkan 14:00 í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Ýmislegt nýtt á eftir að birtast upp úr ævintýrakistunni og heilla ykkur upp úr skónum. Það spáir skrítnum sögum, sól og blíðu. Ekki láta þig vanta! 🙂 Leikfélag Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er … Read More

TEXTÍLNÁMSKEIÐ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kvenfélag Grímsnes ætlar að halda textilnámskeið fimmtudaginn 4. maí kl. 20.00 í myndlistarrými Kerhólsskóla. Við ætlum að læra að prenta á textil eins og föt, töskur og fl. Lærum að taka hvaða mynd sem er og yfirfæra hana á textilefni. Tilvalið í allskyns gjafir. Allar konur í Grímsnes- og Grafningshreppi velkomnar og endilega takið vinkonurnar með. Ekkert námskeið- eða efnissgjald, … Read More