Kveikt á jólatrénu við Kerhólsskóla

lindaFréttir

Í morgun 29.11. 2017 var kveikt á jólatrénu við Kerhólsskóla. Nemendur og starfsfólk skólans sungu og dönsuðu í kringum jólatréð undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar sem lék á harmonikku.

Opinn fundur í Tryggvaskála

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélögin í Árnessýslu standa fyrir opnum fundi í Tryggvaskála þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 17 til að kynna niðurstöður þeirrar vinnu sem staðið hefur yfr við að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna. Á fundinn mæta fulltrúar KPMG sem stýrðu verkefninu. Allir velkomnir. Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Ölfus  

Jóla Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 26. nóvember 2017, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Sjóðurinn hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir  jólahátíðina til handa þeim … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

421. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 9.00 f.h. FB 421.22.11.17

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita – Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, … Read More

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%. Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við skólann. … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

420. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 420.08.11.17

Náms- og rannsóknarstyrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

        Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017. Styrkurinn nemur 1.250.000 kr. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til eyjolfur@fraedslunet.iseða sigurdur@hfsu.is Umsóknarfrestur er til 10. nóvember … Read More

Jólafundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2017

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sæl vertu flotta kvenfélagskona, nú líður senn að jólum og styttist í jólafundinn okkar   🙂   Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn þriðjudaginn  21. nóvember á Hendur í Höfn í Þorlákshöfn kl. 18.30. Við ætlum að eiga huggulegt kvöld í anda aðventunnar. Pakkaleikurinn verður að vanda, hver kona kemur með einn pakka, viðmiðunarverð 1.500 kr. heimagert eða keypt. Dagný í Hendur í Höfn mun … Read More

Almannavarnavika í sveitarfélaginu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Ágæti lesandi, þann 4. til 7. desember næstkomandi verður haldin Almannavarnavika í sveitarfélaginu í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Farið verður yfir viðbragðsáætlanir í sveitarfélaginu með lykilstarfsmönnum. Í lok almannavarnavikunnar verður boðað til íbúafundar þar sem viðbragðsáætlanir verða kynntar. Nánar auglýst síðar. Sveitarstjórn

Fjölnota pokar „ekki kaupa rusl“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

„Ekki kaupa rusl!“ er nafn á umhverfisverkefni sem Kvenfélag Grímsneshrepps hefur unnið að síðastliðið ár. Markmiðið með verkefninu er að auka vitundarvakningu hjá íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps að sporna við því mikla magni af óþarfa rusli sem fellur til frá heimilum, vinnustöðum og stofnunum. Á hátíðinni Borg í Sveit hófu kvenfélagskonur að dreifa fjölnota pokum inn á hvert heimili í … Read More

Afhending úr Tombólusjóði Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr Tombólusjóði 2017. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 12. ágúst safnaðist um 700.000 kr. sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir  … Read More

Tilkynning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verið er að setja á hverfislögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á suðurlandi. Hverfislögreglumaður fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp er Hafsteinn Viðarsson. Áhersla er á að vinna saman, það skilar mestu. Hlutverk hverfislögreglumanns er meðal annars að: Mynda tengslanet. Tryggja samvinnu við sveitarfélög og stofnanir þeirra. Auka sýnileika og eftirlit þar sem þörf er talin á. Forvarnir og fræðsla, aðlagað að þörfinni á hverjum … Read More