Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

423. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 423.20.12.17

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps kemur út núna milli jóla og nýárs og verður sent á öll lögheimili í kjölfarið. Einnig verður hægt að nálgast eintök í Verzluninni Borg og Íþróttamiðstöðinni Borg. Bestu kveðjur, Atvinnumálanefnd Sjá dagatalið hér: GOGG_dagatal.2018pdf

Hjálparsveitin Tintron

lindaViðburðir

Flugeldasala hjálparsveitarinnar Tintrons verður eins og vanalega á Austurvegi 23 Selfossi. Áramótabrenna og flugeldasýning verður við golfvöllinn á Borg 31. des. Kveikt verður í brennu kl . 20:30 Hjálparsveitin Tintron þakkar öllum fyrir góðar móttökur vegna sölu á neyðarkallinum, þökkum stuðninginn og sendum bestu óskir um Gleðileg jól.        

Jólapistill

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er komið að því árlega, að jólahátíðin og mesta skammdegið nálgast. En jafnframt styttist í að daginn fari að lengja aftur með hækkandi sól og meiri birtu. Minningarnar um hið liðna eru okkur nærri og í hugum okkar gerum við upp atburði liðins árs.  Samhliða því förum við yfir með hvaða hætti við ætlum að taka á móti nýju … Read More

Kvenfélag Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Ágætu sveitungar, kvenfélagskonur og aðrir velunnar félagsins. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Þökkum fyrir þátttöku ykkar á Grímsævintýrum og annarri starfsemi félagsins á árinu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári  🙂    Kvenfélag Grímsneshrepps

Skötuveisla !

lindaViðburðir

Kæru sveitungar ! Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt  tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,- á mann,  kr. 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR    

Sjóðurinn góði

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni kvenfélaga, kirkjusókna, lionsklúbba og rauða krossdeilda í Árnessýslu ásamt Félagsþjónustu Árborgar og Félagsþjónustu Árnesþings. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina og einnig fyrir fermingar. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar leggja Sjóðnum góða lið með fjárframlögum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn … Read More