Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Grímsnes- og Grafningshreppi 26. maí 2018

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Grímsnes- og Grafningshreppi rennur út kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Þann dag tekur yfirkjörstjórn á móti framboðslistum milli kl. 9:00 – 12:00 á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps, Stjórnsýsluhúsinu Borg. Hverjum framboðslista ber að fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru og auk þess listi yfir meðmælendur … Read More

Tæming rotþróa

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélögum er skylt að sjá til þess að allar rotþrær séu tæmdar á þriggja ára fresti og eru tæmingar gerðar samkvæmt kröfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Í ár á að tæma rotþrær á svæði 2: Hallkelshólar, Búrfellsvegur, Miðengi, Vaðnes, Snæfoksstaðir og Öndverðanes. Tæming hefst 15. júní 2018 Sjá nánar hér: Tæming rotþróa.2018docx

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

lindaTilkynningar

Aðalfundur Skógræktarfélagsins verður haldinn á Seli fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.00.  Hefðbundin dagskrá.  Mætum vel og tökum með okkur gesti. Nýir félagar velkomnir.  Stjórn Skógræktarfélagsins  

Íþróttaskóli – Opinn fjölskyldutími

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar

Ungmennafélagið Hvöt byrjar aftur með íþróttaskóla fyrir leikskólabörn og opinn fjölskyldutíma laugardaginn 7. apríl. Tímarnir verða alla laugardaga út maí og kosta ekkert fyrir félagsmenn í Hvöt (hægt að skrá sig í félagið á staðnum). Kl. 10-11 – leikskólabörn í fylgd með foreldrum Kl. 11-12 – fjölskyldutími þar sem börn og foreldrar koma saman. Hlökkum mikið til að sjá ykkur, … Read More