Ljósleiðari í sumarhús

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þeir sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem hafa áhuga á að fá ljósleiðara í sumarhúsið sitt eru beðnir um að hafa samband við sumarhúsafélagið í sínu hverfi og láta formenn þess hafa samband við Mílu í gegnum netfangið sala@mila.is  

Pizzavagninn

lindaViðburðir

Opið frá kl.18:00 – 20:30 sjá matseðilinn á http://www.pizzavagninn.is/  

Vegaframkvæmdir – malbikun 24. ágúst 2018 – Biskupstungnabraut

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Föstudaginn 24. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.88. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir … Read More

Fjallferðir og réttir 2018

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 7. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 11. september kl. 10:00   Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 14. september Grafningsréttir verða mánudaginn 17. september kl. 9:45  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  

Fundur um þjóðgarð á hálendinu 27 ágúst í Árnesi.

lindaTilkynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til fundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst. Kl 17:00. Formaður miðhálendisnefndar Óli Halldórsson kynnir verkefni nefndarinnar og fer yfir tímarás verkefnisins. Að framsögu hans lokinni mun hann leitast við að svara fyrirspurnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Fundur um þjóðgarð á hálendinu 27 ágúst í Árnesi.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til fundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst. Kl 17:00. Formaður miðhálendisnefndar Óli Halldórsson kynnir verkefni nefndarinnar og fer yfir tímarás verkefnisins. Að framsögu hans lokinni mun hann leitast við að svara fyrirspurnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

438. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 438.22.08.18  

Rafmagnslaust verður í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Rafmagnslaust verður í Grímsnes- og Grafningshreppi , frá sumarhúsum Lyngmóa og Kjarrmóa, að Þórisstöðum og niður að Kringlu. 20.08.2018 frá kl 13.00 til 16.00, vegna vinnu við háspennu. Hægt er að sjá kort af svæði sem verður rafmagnslaust inná vef RARIK tilkynningar (www.rarik.is) Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og leiðbeinanda í frístund

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og leiðbeinanda í frístund   Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með um 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum … Read More