Afmæli Sveitarfélagsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes– og Grafningshreppur stendur fyrir hátíðardagskrá í tilefni 20 ára afmælis sveitarfélagsins laugardaginn 1. desember n.k. kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg   Hátíðarávarp Tónlistaratriði Söngur Ljósmyndasýning Boðið verður upp á hátíðarkaffi eftir formlega dagskrá í Félagsheimilinu. Sveitarstjórn býður íbúa og aðra velunnara sveitarfélagsins velkomna  

Afmælistónleikar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í  Grímsnes- og Grafningshrepp. Af því tilefni er íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í sveitarfélaginu boðið án endurgjalds á tónleika í Félagsheimilinu Borg, sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.30. Magnús Kjartansson og hljómsveit fara yfir nokkrar af sínum vinsælustu … Read More

Hjálparsveitin TINTRON

lindaTilkynningar

Aðalfundur miðvikudaginn 21. nóvember 2018  kl. 20:00 í húsi sveitarinnar. Dagskrá: Skýrsla stjórnar Ársreikningur Kosning formanns Kosning stjórnar Önnur mál Nýir félagar velkomnir.  

PUB-QUIZ

lindaTilkynningar

Ertu keppnismanneskja? Þá er Pub-quiz viðburður fyrir þig! Hvað er Pub-quiz: Spurningarkeppni í liðum Hvenær: 16. nóvember 2018 Klukkan: 20:00 Hvar: Gamla-Borg Frítt inn Leikfélagið Borg sér um veitingasölu Aldurstakmark 18 ár. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂   Æskulýðs– og menningarmálanefnd Grímsnes– og Grafningshrepps  

Fríar Blóðsykursmælingar

lindaTilkynningar

Lionsklúbburinn Skjaldbreiður auglýsir blóðsykursmælingu í Verzluninni Borg, laugardaginn 17. nóvember n.k. kl. 14:00 -16:00   Lionshreyfingin beitir sér fyrir forvörnum og upplýsingum á þessum sívaxandi sjúkdómi, sykursýki.   Á sama tíma safnar Lionsklúbburinn notuðum gleraugum sem fólk er hætt að nota.  

„Á vit ævintýranna“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 4. nóvember n.k. er nemendum í grunnskóladeild Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum boðið í leikhús á Selfossi á sýninguna „ Á vit ævintýranna“ Eftir Ágústu Skúladóttur leikstjóra og leikhópinn byggt á verkunum: Litli Kláus og Stóri Kláus eftir H.C. Andersen, En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal og Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson

Afmæli sveitarfélagsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í Grímsnes- og Grafningshrepp. Af því tilefni verður boðið upp á ýmsa viðburði.   -Nemendum í grunnskóladeild Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum verður boðið í leikhús á Selfossi á sýninguna „ Á vit ævintýranna“ þann 4. nóvember. -Íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í … Read More

Leikskólinn Álfaborg, Bláskógabyggð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og … Read More