Matráður við Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf matráðs við Kerhólsskóla. Leitað er að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Kerhólsskóli er heildstæður leik- og grunnskóli með um 70 nemendur. Mötuneytið þjónar nemendum skólans ásamt starfsmönnum skólans, starfsmönnum sveitarfélagins og eldriborgurum í sveitarfélaginu. Mötuneytið þjónustar því um … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

471. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 13.00 e.h. Fjárhagsáætlun 2020-2023, fyrri umræða.   Borg, 20. nóvember 2019, Ingibjörg Harðardóttir  

Dagur íslenskrar tungu í Kerhólsskóla

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kerhólsskóli mun að sjálfsögðu halda upp á dag íslenskra tungu, sem er laugardaginn 16. nóvember. Það sem daginn ber upp á helgi í ár og frí í skólanum þá verður haldið upp á daginn föstudaginn 15. nóvember á milli klukkan 11:00 og 12:00 í Félagsheimilinu Borg. Boðið verður upp á söng, ljóðalestur og sögulestur. Foreldrar og eða forráðamenn barna í … Read More

Auglýsing um skipulagsmál

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Sjá auglýsingu hér:utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-23-oktober-2019/  

Húsvörður

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Húsvörður við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps  Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps. Um er að ræða fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Starf húsvarðar felst meðal annars í: √ Útleigu og þrifum á Félagsheimili. √ Lokun húsanna seinni part dags. √ Umsjón/eftirliti með öryggiskerfum húsanna. √ Móttöku pantanna og skráningu á útleigu Félagsheimilisins. √ Gæta … Read More

ÞJÓNUSTUGÁTT VEGNA RAFRÆNNA BYGGINGARLEYFA TEKIN Í NOTKUN

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í tilefni af opnun þjónustugáttar á heimasíðu embættis Umhverfis-og tæknisviðs Uppsveita bs.  www.utu.is verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi miðvikudaginn 16. október kl. 17:00. Með tilkomu þjónustugáttar geta umsækjendur nú sótt um byggingarleyfi rafrænt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum/Íslykli. Einungis verður tekið við rafrænum umsóknum frá og með 1. nóvember 2019. Embættið þjónustar Ásahrepp, … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar, Viðburðir

466. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. október 2019 kl. 9.00 f.h. FB 466. 02.10.19

Skógrækt á lögbýlum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á síðustu árum hefur komið í ljós að skógar vaxa betur hér á landi en bjartsýnasta fólk gerði ráð fyrir. Skógræktin býður landeigendum til samstarfs um að rækta skóg á sínu landi í verkefni sem kallast skógrækt á lögbýlum. Skógrækt skapar margvísleg tækifæri fyrir landeigendur. Skógar mynda fljótt skjól og bæta lífsskilyrði manna og dýra. Ef vel tekst til við … Read More

Fjallferðir og réttir 2019

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 6. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn  10. september kl. 10:00 Fjallferð og réttum í Grímsnesi hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár, þoku og rigningar.   Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 13. september Grafningsréttir verða mánudaginn 16. september kl. 9:45   Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða tæknimann

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppur. Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf í umsjón aðveitna. Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða tæknimann til að sjá um hita- og vatnsveitur sveitarfélagsins. Um er að ræða undirbúning á viðhaldsverkefnum, nýtengingar, umsjón dæluhúsa og vöktunarkerfis þar við. Hafa eftirlit með framkvæmdum hitaveitna og vatnsveitna auk þess að fylgjast með daglegum rekstri. Viðkomandi þarf … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða skólaliða

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða skólaliða   Um er að ræða tímabundna ráðningu vegna veikinda í 50-60% stöðuhlutfall. Skólaliði sér um gæslu í frímínútum og þrif á skólahúsnæðinu. Vænst er af umsækjanda: Sveigjanleika og góðrar færni í samskiptum. Sjálfstæði og skipulagðra vinnubragða. Góðrar íslenskukunnáttu. Framtakssemi og jákvæðni. Vilja til að gera góðan skóla betri. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað … Read More

Slitgigtarnámskeið

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Mánudaginn 2. september n.k. mun hefjast á Borg í Grímsnesi námskeið fyrir einstaklinga með verki í mjöðmum og hnjám. Um er að ræða 8 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á eintaklingsmiðaða styrktar þjálfun sem kennd er í hóptímaformi. Góðar viðtökur hafa verið á fyrri námskeiðum og einstaklingar fundu til minni verkja, bættu styrk sinn og hreyfistjórn. Kennt verður á mánudögum  … Read More

Grímsævintýri

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

GRÍMSÆVINTÝRI á Borg 10. ágúst Dagskrá frá kl 13.00 til 17.00 Tombóla – Hoppukastalar – Tintron – Leikfélagið Borg – Blúndukaffi – Markaður – Blaðrarinn – BMX brós Spákona – SÍBS Líf og heilsa með heilsufarsmælingar Leikir með Ungmennafélaginu Hvöt Hestamannafélagið Trausti – Popp og candyfloss TOMBÓLA – MIÐAVERÐ: 400kr Frítt í sund á meðan á hátíðinni stendur – Flott … Read More

Tilkynning frá Sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshrepp

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í morgun birtist færsla á facebook síðu sveitarfélagsins þar sem verið var að leita að eiganda/eigendum tveggja hunda sem handsamaðir voru í sumarhúsahverfi í sveitarfélaginu eftir ítrekaðar kvartanir um lausagöngu. Vill sveitarstjóri árétta að lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu og var það staðfest síðast með samþykkt 60/2012 um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi þann 13. janúar 2012. Yfirvöldum sveitarfélagsins … Read More

Sumarlokun skrifstofu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Skrifstofa Grímsnes- og og Grafningshrepps verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 22. júlí til og með 11. ágúst 2019. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar. Sveitarstjórn verður í sumarleyfi fyrri fund í ágúst. Næstu fundir sveitarstjórnar verða því, 17. júlí og 21. ágúst kl. 9:00.      

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

461. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 461.03.07.19

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

459. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 9.00 f.h. FB 459.19.06.19

Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu Brunavarnir Árnessýslu vilja beina því til sumarhúsaeigenda og íbúa á Suðurlandi að fara varlega með eldfæri út í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Gróður er víða orðinn mjög þurr og því aukin hætta á gróðureldum. Reykingafólk er sérstaklega beðið um að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. … Read More

17. júní hátíðarhöld

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Skrúðganga frá Verzluninni Borg kl. 13:00 Hátíðarræða Ávarp fjallkonu Grillaðar pylsur og gos Hoppukastali frá Skátunum á íþróttavellinum.   ( Þau börn sem eiga fána frá fyrri árum endilega munið eftir þeim .)  

Heldriborgaraferð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂 Að vanda bíður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 20. júní þar sem við skoðum nærumhverfið okkar. Mögulegt er fyrir þá sem vilja að skella sér í heitan pott og gufu á leiðinni þannig að ef áhugi er þá … Read More

Íbúafundur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Borg þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 19:30  Dagskrá: Ársreikningur Grímsnes– og  Grafningshrepps 2018. Önnur mál.  Sveitarstjórn  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

458. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 458.05.06.19  

Laugardaginn 8. júní Tónleikar með Valdimar í Sólheimakirkju kl. 13:00

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

ATH kl. 13:00 Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn eru meðlimir í hljómsveitinni Valdimar. Hljómsveit þeirra hefur gefið út 4 plötur og átt fjölda laga á vinsældalistum útvarpsstöðvanna í gegnum árin. Valdimar og Örn hafa komið fram saman á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár við góðan orðstír. Á tónleikum þeirra spila þeir lög úr ýmsum áttum, bæði lög frá hljómsveitinni Valdimar … Read More