Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

459. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 9.00 f.h. FB 459.19.06.19

Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu Brunavarnir Árnessýslu vilja beina því til sumarhúsaeigenda og íbúa á Suðurlandi að fara varlega með eldfæri út í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Gróður er víða orðinn mjög þurr og því aukin hætta á gróðureldum. Reykingafólk er sérstaklega beðið um að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. … Read More

17. júní hátíðarhöld

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Skrúðganga frá Verzluninni Borg kl. 13:00 Hátíðarræða Ávarp fjallkonu Grillaðar pylsur og gos Hoppukastali frá Skátunum á íþróttavellinum.   ( Þau börn sem eiga fána frá fyrri árum endilega munið eftir þeim .)  

Heldriborgaraferð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂 Að vanda bíður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 20. júní þar sem við skoðum nærumhverfið okkar. Mögulegt er fyrir þá sem vilja að skella sér í heitan pott og gufu á leiðinni þannig að ef áhugi er þá … Read More

Íbúafundur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Borg þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 19:30  Dagskrá: Ársreikningur Grímsnes– og  Grafningshrepps 2018. Önnur mál.  Sveitarstjórn  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

458. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 458.05.06.19  

Laugardaginn 8. júní Tónleikar með Valdimar í Sólheimakirkju kl. 13:00

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

ATH kl. 13:00 Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn eru meðlimir í hljómsveitinni Valdimar. Hljómsveit þeirra hefur gefið út 4 plötur og átt fjölda laga á vinsældalistum útvarpsstöðvanna í gegnum árin. Valdimar og Örn hafa komið fram saman á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár við góðan orðstír. Á tónleikum þeirra spila þeir lög úr ýmsum áttum, bæði lög frá hljómsveitinni Valdimar … Read More