lindaUncategorized

Kæru foreldrar og aðrir velunnar leikskólans Kátuborgar.

Nú líður senn að vetrarlokum og við finnum það í sálinni að vorið er að nálgast. En eins og segir í gömlu góðu ljóði;
en því miðar hægt og hægt.

Vetrarstarfið hér í Kátuborg hefur gengið ágætlega og erum við, starfslið skólans, nokkuð ánægð með afraksturinn.

Nemendafjöldinn er hinn sami og í haust, eða 19 alls. Samsetning nemendahópsins hefur hins vegar breyst nokkur og eru færri nemendur í elsta hópnum en hinsvegar hefur fjölgaðí yngsta.

Barngildin eru 26,3 þegar allir eru í húsi. Eins hefur lengst í dvalartíma nemenda fram á daginn.

Heilsufar nemenda og kennara hefur verið verra í vetur en undanfarin ár og var því erfiðara að halda uppi því starfi sem við viljum viðhafa hér. Við lögðum upp með ákveðna áætlun í haust, sjá foreldrahandbók, og ársáætlun  (tengill) og þegar upp er staðið erum við ánægð með hve miklu við náðum fram, þrátt fyrir veikindi.

Við erum bjartsýn á komandi tíma og þökkum samstarfið í vetur.

Bestu kveðjur,

Halla, Hrafnhildur, Linda, Magga og Stefán.