4G netþjónusta í Skorradal og Grímsnesi

lindaFréttir

 03. júlí 2013

Við erum ofuránægð að geta sagt frá því að í dag fór 4G netþjónusta Nova í loftið í Skorradal og Grímsnesi og eru þetta fyrstu tveir staðirnir utan höfuðborgarsvæðisins sem eru 4G væddir. 

4G netþjónusta Nova styður 10 sinnum meiri hraða en hefðbundið 3G samband og þrefalt meiri hraða en ADSL. Við bjóðum sumarbústaðaeigendur á þessu svæði velkomna í netþjónustu Nova. Það er ofur einfalt að taka þjónustuna í notkun. Þú færð þér 4G pung, hnetu eða box og bara stingur í samband!  

Nánar á https://www.nova.is/barinn/internet/4g