lindaUncategorized

Starfsmenn Kátuborgar í vetur
Búið er að ráða í allar stöður við skólann í vetur.

Hallveig Ingimars er skólastjóri 100%. Hún mun einnig sjá um sérkennslu.

Birna Guðrún Jónsdóttir kennari er komin inn aftur í 80% starf. Hún verður ekki á miðvikudögum. Birna mun vera með elstu nemendurna. Hún er einnig staðgengill skólastjóra.

Linda Sverris verður áfram við kennslu í 56%. Hún er að byrja í námi í leikskólafræðum og mun vera í burtu 1 föstudag í mánuði vegna þess. Linda verður með sama hóp og í fyrra. Hún er einnig staðgengill skólastjóra ef bæði Halla og Birna eru forfallaðar.

Margrét Gunnars verður líka áfram ca. 75% Magga verður með yngstu nemendurna. Hún mun einnig sinna afleysingu síðdegis ef þarf.

Og síðan kemur Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur c.a. 60% frá 1. september næstkomandi. Bjarney mun sjá um alla hreyfikennslu bæði úti og inni í vetur og vera með næstyngstu nemendur. Hún mun einnig vera lengur á miðvikudögum.