lindaUncategorized

Hann var að leika sér með Lego Dublo kubba og hann vildi leika með það sem aðrir voru búnir að byggja, en ekki byggja sjálfur.

Kennari: Viltu ekki byggja sjálfur?

Hann: Nei nei. Ég vil alveg hafa húsin bara svona.

K: Nennirðu kannski ekki að byggja?

H: Neeei.

K: Hvar er nennan í þér? Er hún í sokkunum þínum eða ertu með hana í vasanum á buxunum þínum?

H: Nei, (bendir á hálsinn á sér), hún er hérna í hálsinum á mér. Hún vill bara   ekki koma út núna.

Stundum, vill hún koma út og stundum ekki.