lindaUncategorized

Foreldrafundur Kátuborgar var haldinn 15. október 2009 kl. 20:00

í Leikskólanum Kátuborg

 

Mæting

3 foreldrar mættu á fundinn

Starfið í vetur,

sjá nýuppfærða foreldrahandbók.

Rætt var um það helsta í starfi skólans og útlitið í vetur.

Þar er  helst að nefna að meiri áhersla verður á hreyfingu bæði úti og inni og nýtur skólinn þess að vera með íþróttafræðing við kennslu í vetur.

Danskennsla er aukin og efld.

Málörvun verður efld eins og kostur er.

Samskipti og félagsfærni eru einnig áfram stór þáttur og verður áfram unnið að eflingu þeirra.

Enn meiri áhersla verður líka lögð á starfið með yngstu börnunum.

En LEIKURINN er og verður aðalútgangspunkturinn.

 

Kennarahópurinn

Kennarar við skólann eru 5 í vetur í mis miklu starfshlutfalli.

Kennarar kynntir hlutverk hvers og eins.

Birna Guðrún er með elstu nemendurna á morgnana en hópar eru saman eftir kl. 14. og þá eru Halla og Birna tvær með þá og sjá um valtíma og skil. 

Bjarney og Linda eru með mið hópa.

Bjarney hefur einnig yfirumsjón um hreyfingu og dansi.

Margrét sér um yngstu nemendur.

Halla sinnir sérkennslu með fram öðru starfi. 

 

Viðbragðsáætlun Kátuboegar

Þá var rætt um inflúensuna sem nú er að ráðast á okkur og til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða við í Kátuborg höfum gripið til að reyna að koma í veg fyrir veikindi.

 

Rætt var einnig um foreldrasamvinnu, foreldrafélag og foreldraráð

 

Allir sem voru í foreldraráði eru ekki lengur með börn í skólanum svo nú þarf að koma nýju ráði upp.

Spurning var einnig með fyrirkomulagið, hvort nauðsynlegt væri að vera með bæði foreldraráð og foreldrafélag.

 

Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu að best væri að slá þessu saman í eitt ráð og ákvað  að fela eftirfarandi að vinna með skólastjóra að þessum málum,

 

Hér er listi yfir hina útvöldu

 

Benedikt Gústavsson  Miðengi

Birna Guðrún Jónsdóttir Hæðarenda

Birna Ásbjörnsdóttir  Sólheimum

Hugrúnu Sigurðardóttur        Borg

Lindu Rós Jóhannsdóttir       Borg

 

Boðið var upp á kaffi og kex í lok fundar og tekið upp léttara hjal.

Fundi slitið