lindaUncategorized

Þá erum við lögð af stað eina ferðina enn. Með í farteskinu eru minningar frá dásamlegu sumri, þakklæti og bjartsýni. Við hlökkum til að taka á móti haustinu og vetrinum, full af orku og gleði. Með í för eru nýir starfsmenn sem við bjóðum hjartanlega velkomna.

 

Við höfum notað þetta einstaklega milda veðurlag til útiveru eins og hægt er. Þar sem einn af kennaraliðinu, hún Bjarney er íþróttafræðingur, þá er lögð enn meiri áhersla á hreyfingu inni og úti en fyrr. Einnig er danskennslan efld til muna og við förum með eldri hópana einu sinni í viku í íþróttahúsið.

Magga er með yngsta hópinn og er að leggja síðustu hönd á nýtt skipulag fyrir þann hóp.

Birna Guðrún er með elsta hópinn. Það er fengur í henni með sína þekkingu og faglegu hugsun.

Svo er Linda komin í fjarnám í leikskólafræðum og er þegar farin að lita starfið með nýjum uppfinningum sínum.

Er þetta ekki frábært!

Halla er í stjórnun eins og hægt er fyrir hádegi og sér einng um sérkennslu. Útlit er fyrir að nokkur börn muni þurfa á slíku að halda í vetur. Og er það fjölgun frá síðustu arum.

Skólastjóri