Skemmtikvöld

lindaFréttir

Við minnum á skemmtikvöldið sem haldið verður í Félagsheimilinu Borg í kvöld, mánudagskvöldið 20. apríl. Fjörið hefst kl 19:30 og því um að gera að mæta tímanlega. Kvöldið er hugsað fyrir þá sem eru 50 ára og eldri, en að sjálfsögðu er öllum frjálst að mæta. Það verður frítt inn, heitt á könnunni og Áslaug mun töfra fram góðgæti með kaffinu.
Maggi Kjartans og Höddi í Haga munu svo sjá um að halda uppi stuðinu.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir sveitungana að hittast og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Við hvetjum því alla til þess að mæta og draga sem flesta með sér!

Æskulýðs- og menningarmálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps