lindaUncategorized

Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður lögðu leikskólabörnin land undir fót og fóru niður að Félagsheimillinu til þess að vera viðstödd þegar kveikt yrði á jólatré hreppsins.  Þar hittust nemendur leikskólans og grunnskólans ásamt starfsfólki og sungu nokkur jólalög um leið og gengið var ,,í kringum einiberjarunn.“  Ekki hefur í annan tíma verið kaldara í vetur en einmitt í dag en ljósin kviknuðu nú samt á trénu með dyggri aðstoð Halldórs.  Vonandi hafa allir komist í pínu jólaskap.  Það styttist svo sannarlega til jóla!