lindaUncategorized

Hér er yfirlit yfir starfið í desember og í upphafi árs 2010.

1. des. Birna minnkar viðveru úr 80% (það er var allan daginn nema á miðvikudögum) í 56,25% ( mætir 11:30 og er til 16:00 mán þri. og fimmtudaga, er ekki á miðvikudögum og mætir 8:30 og er til 16:00 á föstudögum.

Elsti hópur er því í umsjá Lindu á morgnana og færist Patrik yfir til Bjarneyjar.

Starfsgildi eru því með ræstingu sem er 38%

385,5% eða 347,5% .7. – 10 des. Voru helgaðir piparkökubakstri og skreytingum á þeim og var mikið að snúast. Linda bakaði svo piparkökuhús, glæsibyggingu.

11. des Komu síðan allir foreldrar sem vettlingi gátu valdið og að minnsta kosti 1 afi og einnig nokkur systkyni ó piparkökukaffi. Það var ánægjuleg samverustund.

16. des. Fórum við út í skóginn á Borg og völdum okkur jólatré

Við fundum ágætis jólatré sem hefði hvort sem er þurft að fjarlægja.

18. des Héldum við litlu jólin með söng og dansi í kringum jólatréð og fengum hálfgerðan plat jólasvein í heimsókn. Við fengum hangikjöt og tilheyrandi í matinn og malt og appelsín með og ís á eftir. Sannkallaður hátíðisdagur

28. des. Starfsdagur. Matsdagur

Farið var yfir foreldrakönnun og ýmislegt varðandi skipulag og innra starf var skoðað og lagað að breyttum aðstæðum.

 

4. jan.- Opnað var eftir jólafrí og mættu allir hressir og kátir.

6. jan Þrettándagleði var haldin í Kátuborg Byrjað var á að taka niður jólaskrautið. Síðan var farið í ferðalag með jólatréð niður á brennusvæði þar sam kveikt var í því og sprengdir nokkrir flugeldar. Þá var sungið og dansað.

Í síðdegiskaffinu var ráðist á piparkökuhúsið með hamri og gæddum við okkur á því í eftirrétt. Mynd

Af skipulagi: Mánudagar: Hópastarf f.h. Hreyfing inni e.h.

Þriðjudagar: Hópastarf f.h. Dans e.h.

Miðvikudagar. Skólaheimsókn Gönguferð/útikennsla f.h.

Frjálst e.h.

Fimmtudagar: Íþróttahús f.h. Frjálst e.h.

Föstudagar. Tónlist/frjálst f.h. Frjálst/stelpukubbar e.h.